Menntamál - 01.10.1933, Page 31

Menntamál - 01.10.1933, Page 31
MENNTAMÁL 127 Barnabókasafn í Aðaldal. Steingrímur Baldvinsson skólanefndarmaÖur og bóndi i Nesi r AÖaldal stofnaÖi s.l. ár með stuðningi nokkurra mætra manna bókasafn fyrir börn í sveit sinni. Eru það góÖ tíðindi og frá- sagnarverð. Eg fór þess á leit við hann, að hann skrifaði mér helstu drætt- ina úr sögu þess máls, og hefir hann góðfúslega orðið við þeinT málaleitun. Fara hér á eftir megin-atriðin úr bréfi hans. ...... Fyrir tveimur árum datt mér fyrst í hug að stofna ofurlítið liarnabókasafn hér í sveitinni. Eg var að visu oft áður búinn að hugleiða þörf fróðleiksfúsra en einangraðra sveitabarna fyrir bækur við þeirra hæfi. Börn á fámennum sveitaheimilum hafa Htil skilyrði og fáa möguleika til að öðlast andlegt víðsýni og alhliða þroska. Úr því getur góður og f jölskrúðugur bóka- kostur bætt að nokkru. Þegar mér hafði dottið þessi leið í hug, byrjaði eg á því að talfæra þessa hugmynd við nokkra áhrifamenn í sveitinni. Fékk eg svo góðar undirtektir, og varð var svo mikils áhuga á mál- efninu, bæði hjá foreldrum og börnum, að eg ákvað að hefja framkvæmdir. Ein unglingsstúlka kom með þá uppástungu, að safnað yrði fé til bókakaupa meðal barna og unglinga i sveitinni. í fyrravetur skrifaði eg hreppsnefndinni hér og fór fram á, að: hún veitti fé úr sveitarsjóði til þess að stofna og starfrækja barna- bókasafn að hálfu, á móti framlagi annars staðar frá, enda yrði safnið eign hreppsins og háð yfir-umsjón hreppsnefndar. Lagði eg til, að ]jví yrði stjórnað af sömu mönnum og aðalbókasafni hreppsins, en jafnan skyldu þó eiga sæti i stjórn þess kennari sveitarinnar og einn maður, er skólancfnd tilnefndi. Hreppsnefnd féllst á tillögur mínar og lofaði að leggja fram úr hreppssjóði allt að 50 kr. árlega i áðurnefndu augnamiði, gegn jafnmiklu tillagi annars staðar frá. Að fengnu svari hreppsnefndar lét eg ganga um sveitina um-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.