Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL 73 teiknipróf, skrifpróf, að raða öskjum eftir þunga. Dr. Símon stingur þessum þrautum þó hér og þar inn á milli til til- breytingar fyrir barnið. Það eru því engar fastar, ófrávíkjanlegar reglur um það, í hvaða röð eigi að leggja greindarþrautirnar fyrir barnið. Aðalreglan er samt sú, sem hér að framan getur. II. Hvernig á aff framkvæma vitprófun? Prófandinn á að fylgja nákvœmlega aðferð þeirri, sem á við hverja þraut. Þegar hann endurtekur fyrirskipanir sínar við barnið, má hann ekki breyta orðalagi. Margar þrautir eru ekki einungis mælikvarði á það, hvort barnið getur leyst þessa ákveðnu þraut, sem fyrir það er lögð, held- ur einnig á það, hvort það skilur af fyrirskipununum, hvað það eigi að gera. Tökum sem dæmi þraut no. 47: ,,Ég ætla að biðja þig að búa til setningu, þar sem þessi þrjú orð koma fyrir: Skip — vörur — Reykjavík“. Nú skilur barnið ekki orðið „setningu“, og skilur því ekki, hvers krafist er af því. Aftur á móti myndi það e. t. v. skilja, ef sagt væri: „Segðu eitthvað, þar sem þessi þrjú orð koma fyrir“ o. s. frv. Hið mismunandi orðalag fyrirskipunarinnar breytir veru- lega eðli þrautarinnar, svo að hér verður um tvær mis- þungar þrautir að ræða. — Orðalag fyrirskipunarinnar er þvl mikilsverður þáttur þrautarinnar. Gæta verður að villum þeim, sem barnið gerir, og fylgja verður tíma þeim, sem hverri þraut er ætlaður, þó ekki með of smámunalegri nákvæmni. í flestum þrautunum þarf ekki að fylgja tímanum nákvæmlega, timinn, sem er til- teJcinn, er aðeíns leiðbeining, og má við flestar þrautirnar veita barninu nokkrar sekúndur fram yfir án þess að tím- inn breyti eðli þrautarinnar. Prófandinn má hvorki kenna, finna að né gagnrýna á meðan á vitprófuninni stendur. Þessu er sérstaklega ástœða til að vara kennara við, því að sakir starfsvenja þeirra

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.