Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 24

Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 24
86 MENNTAMÁL þarf sérstaka bekki og haga þarf kennslunni öðruvísi (láta þau læra ýmislegt verklegt) en við velgefin börn. Þessi börn eru talin hafa fuilt vit (normöl), og geta orðið duglegir og nýtir þjóðfélagsborgarar, t. d. verkamenn, sjómenn, bænd- ur. Þau geta og lært vandaminni iðngreinar. Það er eitt aðalhlutverk vitprófanna að vinsa þessi gáfnasljóu börn úr hinum, svo að þau geti fengið kennslu við sitt hæfi. Eftir rannsóknum Burts í Englandi og eftir skýrslum um fávita og vangefin börn þar, skiptast þau á hverja 1000 íbúa landsins, sem hér segir: Örvitar (idiots): 0,35%o; fávitar (imbeciles): 1,52%0; hálfvitar (feeble-minded): 6,70%o. — Samtals 8,57%c (Burt: The Subnormal Child, bls. 98 og 117). Greindarsljó börn eru í Englandi eftir rannsóknum Burts um 10% af börnunum, eða rúmlega þrisvar sinnum fleiri en allir örvitar, fávitar og hálfvitar til samans, en þeir reyndust um 3% af börnunum. Sums staðar voru gáfna- sljóu börnin um 10—20% af öllum skólabörnum. V. Þá koma meðalgreind börn, sem skipta má í tvo flokka: Þau sem eru um og laklega í meðallagi og hafa GV 0,85— 1,00, og þau sem hafa GV 1,00—1,15, eða eru í góðu meðal- lagi. '*'r\ VI. Þá taka við gáfuðu börnin, sem hafa GV frá 1,15— 1,30. Þessi börn hafa gáfur til að njóta æðri menntunar með góðum árangri og eru hæf á fullorðins árum til að sérþekkingar. gegna vandasömum stöðum í þjóðfélaginu, sem krefjast VII. Bráðgáfuð börn hafa GV fyrir ofan 1,30. Þessir menn skara fram úr öðrum að gáfum. Ef þeir leggja sig fram, eru þeir efstir við menntaskólapróf og háskólapróf. Vinna verðlaun fyrir vísindaritgerðir. — Úr þessum hópi kemur mestallur hinn andlegi aðall þjóðarinnar, afreksmenn hennar. En allmargir afreksmenn á einhverju sviði hafa sjálfsagt ekki mjög háa greindarvísitölu, en sennilega þó hneigingu til að stækka nokkuð með aldrinum, þ.e. þá kemur skynsemi eða greind þurfa ekki alltaf að haldast í hendur.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.