Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 29

Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 29
MENNTAMÁL 91 mælikvarði á, hvað barnið getur lært, en hvað það hefir lært. Þeim má beita við alla, án tillits til menntunar þeirrar, sem þeir hafa fengið, og kennsluaðferða, sem við þá hefir verið beitt. Þriðji kostur greindarprófanna er sá, að þeim er beitt á nákvæmlega sama hátt við alla, og sömu reglunum er alstaðar fylgt við mat á úrlausnunum. Því leyfa þau saman- burð fjölda margra einstaklinga á miklu öruggari grund- velli en nokkur önnur próf. Pjórði kostur greindarprófanna er sá, að meðalgildi úr- lausnanna er fundið, fyrir hvert aldursskeið og fyrir hverja þraut, samkvæmt úrlausnum fjölda margra einstaklinga. Af þessu leiðir, að hægt er að sjá, hvernig úrlausnir ein- staklingsins eru, miðað við aldur eða röð: hve mikið barnið er á undan eða eftir sínum aldri eða hvar það er í röðinni (venjulega miðað við hundraðsröð). Hver kennari kemst ekki hjá því, að kveða upp einhvern dóm yfir barninu, með einkunnum þeim, sem hann gefur því, með ráðleggingum sínum, með því að letja eða hvetja það til framtíðarætlana þess. Þannig kveður kennarinn upp dóm yfir barninu, yfir hæfileikum þess, skapgerð, og framtíðarmöguleikum þess. Þetta er óneitanlega á- byrgðarmikið, en starf kennarans felur í sér þessa ábyrgð, það verður ekki undan henni komizt. Það er því skylda kennarans, að dæma varlega og að reyna að vera rétt- dæminn, en til þess er honum nauðsynlegt að þekkja barnið sem bezt. Af langri og náinni kynningu við börnin kemst hann að skapgerð þeirra og lundarfari, og um hæfi- leika þeirra dæmir hann eftir námsárangrinum og alúð þeirri, er þau virðast leggja við námið. Aðalkostur greindar- prófanna er sá, að þau hjálpa kennaranum til þess að komast eftir meðfæddum hæfileikum barnanna. Ég efast ekki um, að það væri stórt framfaraspor, ef hægt væri að kenna öllum kennurum og kennaraefnum að fara með ein- faldar tegundir gáfnaprófa. Og ég hefi þá trú, að það sé

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.