Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL 79 nógur tími er veittur, er yfirleitt verið að mæla vinnugœði hans. Loks getur þýðing þrautarinnar breytzt eftir ýmsum ytri aðstæðum. Hin minnsta breyting á orðalagi eða hvernig þrautin er kynnt barninu, getur ráðið miklu um lausnina og það, hvaða hæfileikar eru að verki við ráðningu hennar Ef ég t. d. kem með kippu af 20 lyklum og segi: „Það ganga tveir lyklar að skránni, finndu þá,“ eða segi: „Finndu alla þá lykla, sem ganga að skránni," þá sjá allir, að þarna er í raun og veru um tvær þrautir að ræða. Sálarfræðingurinn verður að athuga barnið gaumgæfi- lega á meðan það leysir þrautina, og sjá hvaða aðferðum það beitir. Athugun á barninu sjálfu gefur oft meiri vit- neskju um sálarlíf þess en heildarniðurstaða vitprófsins. Þessi athugun nær ekki einungis til ytri aðferða, heldur verður sálarfræðingurinn að reyna að skyggnast inn í hug barnsins, komast að, hvaða hugsunaraðferðum það beitir. Þá er barnið spurt að því á eftir, hvernig það hafi komizt að niðurstöðunni. Aðferð þessi er vandasöm, og krefst glöggskyggni og allmikillar þekkingar í barnasálar- fræði, en veitir, í góðra manna höndum, mikilvæga vitn- eskju um sálarlíf barnsins. Svissneski sálarfræðingurinn Piaget hefir t. d. mjög beitt þessari aðferð. V. Ýmislegt, sem varast þarf við vitprófun. Ég hefi áður tekið það fram, að nauðsynlegt er að fylgja föstum reglum um vitprófun, bæði um það, hvernig þraut- irnar eru lagðar fyrir barnið, og eins um hitt, hvaða úr- lausnir skuli teknar gildar. 1. Mat á svörum barnsins. Með vitprófunum eru nokkrar leiðbeiningar um það, hvaða úrlausnir skuli taka gildar og hvaða ekki. Oft er auðvelt um þetta að dæma, sem betur fer. Barninu hefir annað hvort tekizt að ráða þrautina, eða mistekizt við hana, svo að ekki er um að villast. En stund- um má um það deila, hvaða lausnir eigi að taka gildar

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.