Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 50
112
MENNTAMÁL
krökkunum illa við kennarana fyrir afskipti þeirra af hermannaboð-
unum. Alls staðar sér þetta fólk djöfulinn málaðan á vegginn. —
Haldið þið, að krakkarnir hafi ekki líka hlakkað til.“
Morgunblaðið:
„Aftur á móti get ég ekki séð, að aðgerðir barnakennaranna hér
um jólin séu nokkurn hlut uppalandi fyrir æskulýðinn, er þeir rausn-
uðust til þess að lýsa vanþóknun sinni á því, aö flokkar hins brezka
setuliðs héldu jólatréssamkomur fyrir fátæk börn.
Þeim góðu kennurum væri nær að sýna mátt sinn til siðbætandi
áhrifa á hina uppvaxandi kynslóð í stað þess að grípa til svo lítilmót-
legra bannráðstafana, sem þarna var gert. Eða hvernig halda menn,
að við íslendingar getum í framtíðinni sýnt okkur þess verðuga að
vera sjálfstæð þjóð, ef okkur skortir sjálfstraust og metnað til þess
að umgangast aðra eins og jafningjar. Barnakennararnir verða að
undirbúa unglingana til umgengni við aðra á annan hátt en þann að
hlaupa í felur.“
Blaðamaður Morgunblaðsins virðist telja það einkar rausnarlegan
hugsunarhátt, að börnum í herteknu landi sé kennt að líta á her-
mennina, sem hertaka þjóð þeirra, eins og jafningja og leikfélaga.
Hannesi á Horninu mætti einnig segja það, að hann hefir ekki fundið
ástæðu til að hafa orð á tilhlökkun fátæku barnanna, þótt barna-
kennararnir, er hann telur að börnunum hljóti nú að vera illa við,
hafi á hverju ári efnt til jólatrésskemmtana fyrir öll skólabörnin.
Hefir honum oftar en einu sinni verið boðið að líta inn á jólatrés-
skemmtanir kennaranna, en ekki er mér kunnugt um, að hann eða
blað hans hafi fundið ástæðu til að geta um þær. Um jólatrésskemmt-
anir erlendra hermanna gegnir öðru máli. Þær er rétt að hvetja börn
til að sækja og foreldrana til að meta mikils, og það engu síður, þótt
kennslumálaráðuneytið hafi bannað skólanemendum, barnaskóla sem
annarra skóla, allt óþarfa samneyti við hið erlenda setulið.
S. Th.
Útkoma þessa heftis hefir dregizt af sérstökum ástæðum. 1. hefti
1941 mun eigi að síður koma í apríl.
Útgefandi: Samband íslenzkra barnakennara.
Útgáfustjórn: Sigurður Thorlacius og Guðjón Guðjónsson.
Ritstjóri: Sigurður Thorlacius, Austurbæjarskólanum.
Prentsmiðjan Edda h.f.