Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 30
92 MENNTAMÁL hægt, svo að mikið gagn verði að. Ég sé litla hættu við þetta, en mikið gagn. Að lokum vil ég vara alvarlega við hættunum, sem eru fáar og lafhægt að forðast: 1) Látið yfirleitt ekki óviðkomandi menn, né börnin og aðstand- endur þeirra vita um niðurstöðu prófanna, einkum þó, ef greind barnsins reynist í meðallagi og þar fyrir neðan. Þótt almenningur viti ekki mikið um greindarpróf, þá veit hann nóg til þess, að þau eru stimpill á barnið — miklu alvarlegri stimpill á það en vondar einkunnir og vond skólakunnátta. Greindarvísitalan og annað, sem kennarinn kann að komast að hjá barninu, er leyndarmál, sem hann má með engu móti opinbera, eða opinbera á þann hátt, að barnið geti nokkurn tíma haft tjón af því. Þetta er helzta og þyngsta siöferðislega skyldan, sem vitprófin leggja kennaranum á herðar. 2) Þá er að minnast á aðra hættu við vitprófin, hún snýr ekki fyrst og fremst að börnunum, heldur að kennurunum sjálfum. Hún er þessi: Hafið ekki oftrú á greindarprófun- um, heldur lítið á þau sem einn lið i heild: athugunum ykkar á hegðun barnsins, skapgerð, áhugamálum og hæfi- leikum. Ef gerð er nákvæm sálræn rannsókn á einhverju barni, er vitprófið aldrei nema einn þáttur hennar, reynd- ar mjög mikilvægur og nauðsynlegur þáttur. Vitprófin missa að mestu gildi sitt, ef þau eru framkvæmd í hugs- unarleysi, ef einblínt er á niðurstöðuna, greindarvísitöluna, heildarútkomuna, en séreðli og sérhæfileikum barnsins eigi gefinn nægur gaumur. Þó að einhver tvö börn hafi sömu greindarvísitölu, geta hæfileikar þeirra eða gáfnafar verið mjög ólík, svo ekki sé talaö um skapgerð þeirra, vilja og tilfinningalíf. Greindarvísitalan er því enginn galdrastafur, sem allt má ráða af. Þess vegna spara greindarprófin kenn- aranum hvorki athugun né umhugsun. Nýjar aðferðir í sálarfræði eru einskonar tæki, sem hugsunin smíðar sér til að vinna betur. Hlutverk þeirra er ekki í því fólgið, að

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.