Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 37

Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 37
MENNTAMÁL 99 sér eitthvað til tjóns, gerir jafnframt öðrum eitthvað til miska eða angurs. Áhrif vínneytanda eru því margþættari og ábyrgðarmeiri en flesta grunar. Áhrif vínnautnarinnar koma fram í ýmsum myndum, sumar eru svo lævísar, að eftir þeim er ekki tekið i fyrstu. En það er margsannað, í mörgum þjóðfélögum, að oft má rekja spor glæpamennsku til leynilegrar vínnautnar. Það er sálfræðileg staðreynd, að ýmsir menn, sem hafa haft ábyrgð á hendi í störfum sínum, hafa stundum gripið til þess að neyta víns til þess að hressa sig og örva, en hafa undir áhrifum vínsins stigið fyrsta sporið til vanrækslu og ef til vill svika og stærri glæpa. Engirin getur skilið í því, þegar einhvern daginn verður uppvíst um umgengnisgóðan og hrukkulausan borgara, að hann hafi framið afbrot. Menn átta sig kannske fyrst á því, þegar það upplýsist, að sá hinn sami hafi árum saman verið vínneytandi, fyrst á til- tölulega meinlausan hátt, síðar notað vínið til þess að ná í stundar örvun og ímyndaða karlmennsku til þess að geta hulið afbrot sín. Á þennan hátt verkar víniö sem blekking. Og áhrif þessara manna til tjóns eru víðtæk, þau ná til samverkamanna, ef til vill til stórra fyrirtækja, þau ná inn í heimilislíf einstaklingsins, þar sem aðstandendur, ef til vill óviðbúnir, verða að horfast í augu við þann ægilega og grimma sannleika, að heimilisfaðirinn sé orðinn afbrota- maður. Þannig er oft sagan um fjárglæframenn. Þó eru ýms önnur afbrigði, sem ættu að standa mönnum nógu eftirminnilega fyrir hugskotssjónum, til þess að forðast hið sama. Þeir, sem drekka frá sér allt vit, og komast yfir á hið ósjálfstæðasta stig drykkjumannsins, líöa stundum hryllilegustu sálarkvalir. Nefna mætti dæmi um hið aumk- unarverðasta ástand, sem slíkir menn komast í. — Drykkju- maður einn var í herbergi sínu, en í næsta herbergi við hann var engin lifandi vera. Þá skynjar hinn drukkni maður, að í næsta herbergi sé verið að myrða svertingja, það er hvítur maður, sem fremur verknaðinn. Hinn drukkni

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.