Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 41

Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 41
MENNTAMÁL 103 vinn. Ekki eykur það heldur á lífsgleði þjóðarinnar að dýrka vínguðinn, því síður andlega eða líkamlega heilbrigði, og tæpast verður sagt að fjárhagur þjóðarinnar versnaði þó að enginn tæki framar staup, — öðru nær. Það eru sterk og óyggjandi rök, sem sanna að vínnautnin hefir engin meðmæli. Þess vegna ætti að standa skýru letri í skólum landsins, í kirkjum og öðrum opinberum byggingum: Drekkandi œska hugsar ekki, en hugsandi æska drekkur ekki. HANNES J. MAGNUSSON: Hugleiðingar í sumarleyfi í hvert skipti sem þáttaskil verða í starfi okkar kennar- anna getur varla hjá því farið, að við leggjum fyrir okkur þessar spurningar: Hver var dýrmætasta reynsla mín á síðasta skólaári? Á hvern hátt get ég notfært mér þá reynslu á því næsta? Og það er ákaflega hætt við, að ef við ekki berum þessar spurningar upp fyrir sjálfum okkur í fullri alvöru, og ef við reynum ekki til að svara þeim, bæði í orði og verki, þá verði starf okkar með tímanum allt of vanabundið. Það hafa verið uppi háværar raddir um það, að við þyrftum að fara að breyta skólafyrirkomulaginu. Menn hafa það einhvern veginn á tilfinningunni, að eittthvað sé að, eitthvað öðru vísi en það á að vera, og ef ég mætti reyna að koma þessum óljósa grun í sæmilega skýra hugsun, þá myndi ég orða hana svona:

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.