Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 12
74 MENNTAMÁI, hættir þeim frekar til þess en öðrum að brjóta þessa reglu. Gagnrýni, þótt hún komi aðeins óbeint fram í svip eða mál- rómi, dregur nefnilega mjög úr sjálfstrausti barnsins og ger- ir það hrætt og hikandi. Örvið barnið upp, takið með sama brosinu villum þess að góðum úrlausnum. Þó að barninu misheppnist, þá látið það sem minnst verða þess vart. Til þess að vitprófið sé réttur mælikvarði á getu barns- ins, verður tveimur skilyrðum að vera fullnægt: 1) Barnið verður að þreyta prófið af fúsum vilja og leggja sig fram við það. 2) Barnið má ekki vera feimið, hrætt eða í annarri geðshræringu. Því má ekki líða illa á meðan. Það má t. d. ekki vera svangt. Hvorki sjálf prófunaraðferðin né persóna prófandans mega draga úr hugrekki barnsins. Yfirleitt má segja, að barnið tapi sér nokkuð við prófið, þó að allrar varúðar sé gætt. Á þessu eru þó undantekningar: Sum börn örvast upp í þessum óvenjulegu aðstæðum. Málgefnar, ó- feimnar og framar telpur ná oft betri árangri en þær verð- skulda, ef svo má segja. Hvert einstakt verkefni er skynsemisþraut, en jafnframt leiðir það í ljós tilfinningaafstöðu barnsins, og því er of oft gleymt. Prófandanum er sérstaklega nauðsynlegt að gefa glöggar gætur að tilfinningum barnsins. Ef það er ekki gert, er hætt við, að sæmilega gefið, en tilfinninga- næmt, feimið eða hræðslugjarnt barn, sem getur tapað sér svo hvað eftir annað meðan á prófuninni stendur, að það viti ekki sitt rjúkandi ráð, verði talið vangefið. Það ríður á, að prófandinn sé sérstaklega vingjarnlegur og alúðlegur við slík börn, byrji ekki á að prófa þau, fyrr en þau hafa yfirunnið geðshræring sína, og hagi síðan vitprófinu þannig, að þeim þyki gaman að því. Með alúðlegu sam- tali tekst prófandanum oftast að losa um málbeinið á hinum uppburðarminnstu börnum. Prófandinn verður að forðast allan hátíðleik og valdmannssvip. Hann verður að vera alúðlegur og kurteis, og framkoma hans verður að vera aðlaðandi. Þessa alúð, lítillæti og hispursleysi í framkomu

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.