Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 42
104
MENNTAMÁL
Skólarnir leggja hlutfallslega of mikla áherzlu á fræðsl-
una, en of litla áherzlu á sjálft uppeldið, mannrœktina.
Þetta á ekki aðeins við um barnaskólana, og þetta á ekki
aðeins við um skóla okkar íslendinga, heldur yfirleitt við
allt skólakerfi hins menntaða heims.
Það væri hið svartasta afturhald og þröngsýni að halda
því fram, að það, sem aflaga fer í Jheiminum nú, sé skól-
unum og aukinni þekkingu að kenna, en það mega líka
vera blindir menn, sem ekki hljóta að sjá það, að hlutföllin
á milli fræðslunnar og mannræktarinnar, á milli þekkingar-
innar og hins persónulega þroska, eru að verða svo öfug,
að heimurinn í dag ber þess átakanlega merki. Ég hygg að
trúin á fræðsluna, trúin á mátt þekkingarinnar einnar, til
að skapa hamingjusama og fullkomna einstaklinga og
þjóðir, sem hefir einkennt síðustu áratugi, hljóti að verða
eitt af því, sem brennur í eldi hinnar bitru reynslu síðustu
tíma og síðustu atburða.
Það er svo óendanlega erfitt og vandasamt hlutverk að
ala upp einstaklinga og þjóðir, en þegar sú andlega ísöld
gengur yfir heiminn, að einhliða áherzla er lögð á vitsmuni,
þekkingu og tækni, þá boðar það ætíð fimbulvetur í lífi
mannkynsins, og slíka tíma lifum við nú.
Þegar nokkur mestu stórveldi álfu vorrar þurrka burt
allt það, sem heitir kristindómur, og setja foringjann og
ríkið í staðirþi fyrir guð, þegar hatur og þjóðernishroki eru
ræktuð í stað góðvildar og kærleika, þegar hernaðartækni
er kennd í stað drengskapar og bróðurlegra sambúðar-
hátta, þá er ekki von að vel fari, og þá er jafnvel okkar
ungu og lítt mótuðu skólum og uppeldisstofnunum hætt við
að dragast að einhverju leyti inn í þann skugga sem for-
myrkvar heiminn í dag, nema valdir menn og vakandi séu
hvarvetna á verði.
Það er ekki sársaukalaust að verða þess var einn góðan
veðurdag, að sú bygging, sem við höfum varið lífi voru og
kröftum til að reisa, sé byggð á svo ótraustum grunni, að