Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 47
MENNTAMÁL
109
að síður getur það verið svo þýðingarmikill þáttur í starfi
skólanna, að því ber að ætla þar miklu meira rúm en nú
á sér stað, og það fyrst og fremst af tveimur ástæðum. Það
er fyrst og fremst ómissandi undirbúningur undir líf flestra
manna. Það er með öðrum orðum hagnýtt nám, en hin á-
stæðan er sú, að það er uppalandi og þjálfandi nám, sem
hefir þann mikla kost að flytja starfsgleðina inn í skól-
ana. Og það hefir aldrei verið meiri þörf á því en nú, að
flytja verklegt nám inn í skólana og skapa þar virðingu
nemendanna fyrir vinnunni, þar sem fráhvarf frá likam-
legri áreynslu, líkamlegum nytjastörfum, hefir verið mjög
áberandi einkenni síðustu tíma.
Þessar fjórar námsgreinar eiga að vera, að mínu áliti,
þungamiðja skólastarfsins. Nefna mætti svo fleiri, t. d.
íþróttir og söng, sem hvort tveggja er uppalandi og göfg-
andi. Ég býst ekki við að mér, með þessum stuttu hugleið-
ingum, hafi tekizt að segja nokkuð nýtt. Ég hefi drepið á
ýmislegt, en ekki gert neinu full skil, og er það með vilja
gert. Þessi fáu orð geta ef til vill orðið inngangur að um-
ræðum um þessi mál, því sífelld þögn er aldrei góðs viti.
Það hefði mátt taka til umræðu fleiri hliðar skólastarfsins
og uppeldisins, t. d. þá hlið, sem snýr að aganum (disciplin)
bæði utan skóla og innan, sem bæði er mikið vandamál, og
þó geysilega þýðingarmikið atriði í uppeldi einstaklinga og
þjóða.
Eftir heimsstyrjöldina 1914—1918 kom eitthvert hið mesta
los á uppeldismál þjóðanna, sem sögur fara af. Æskan, sem
ólst upp við fallbyssudrunurnar ,og púðurreykinn, stóð gjör-
samlega áttavillt, þegar loks birti til, og manndrápunum
linnti.
Hvernig verður aðstaða þeirrar æsku, sem nú er að alast
upp, þegar þeim ósköpum léttir, sem mannkynið á nú við að
búa? Mun ekki sagan endurtaka sig? Mun ekki mannkynið
koma kalið á hjarta undan þeim fimbulvetri, sem nú
drottnar í mannheimum? En eitt er víst: Hlutverk þeirra,