Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 26
88
MENNTAMÁL
við námið, eða að námsefnið er ekki við þeirra hæfi og á-
hugamál.
Samt sem áður er, þegar litið er á heildina, allnáið sam-
band á milli greindarvísitölu Binets-prófanna og einkunna
barna í skólunum. Eftir rannsóknum Burts í London er
sambreytingarvísitala skólaeinkunanna og greindarvísitöl-
unnar um 0,738, eftir rannsóknum Bobertags í Þýzkalandi
0,710, og hjá Binet sjálfum 0,630.
Um þetta kemst Binet sjálfur þannig að orði: Þegar börn
eru á eftir með námið, hafa þau einn möguleika til þess að
hafa meðalskynsemi á móti tveimur til þess að vera fyrir
neðan meðallag, en engan möguleika til þess að vera stór-
gáfuð. Ef þeim sækist námið í meðallagi, hafa þau einn
möguleika til að vera stórgáfuð, einn möguleika til að vera
treggáfuð, og tvo möguleika til að vera í meðallagi. Ef þau
eru á undan jafnöldrum sínum með námið, hafa þau nokk-
urn veginn jafna möguleika til að hafa meðalgáfur og af-
burðagáfur.
Skólum fortíðarinnar og nútíðarinnar hefir verið fundið
það til foráttu, að margir afburðamenn hafi útskrifazt
þaðan með lélegum vitnisburði, og kennararnir hafi alls
ekki komið auga á hina uppvaxandi afburðamenn. En
spurningin er, hvort skólar nútímans gera betur, hvort þeir
eru ekki tiltölulega alveg eins mikið á eftir menningar-
kröfum þeim, sem við gerum til þeirra og þeir þurfa að
fullnægja, og skólar fortíðarinnar voru á eftir sínum tíma.
Sannleikurinn er sá, að furðu lítið af þeirri þekkingu, sem
þegar er fengin í sálarfræði, hefir verið hagnýtt við skól-
ana og kennslustarfið. En ef sálfræðileg þekking er hagnýtt
við skólastarfið, eru líkurnar miklu meiri en áður fyrir því,
að geta veitt afburðamanninum athygli þegar í bernsku.
Það er nærri óhugsandi, að afburða gáfubarn leynist án
þess að kennarar og sálfræðingar veiti því eftirtekt, ef
sálfræðin er rétt tekin af vel menntuðum mönnum í þjón-
ustu uppeldisins.