Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 49

Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 49
MENNTAMÁL 111 Gefið hefir verið í skyn eða fullyrt, að skólastjórinn á Laugarvatni hafi beitt piltinn þvílikri hörku, að hann liafi hrökklazt á brott og hætt lífi sínu fyrir þá sök. Það sýnist að vísu á engan hátt geta talizt ámælisvert, þótt skólastjóri hefði harðlega átalið þetta brot piltsins á reglum skólans. En ég hefi framburö sjónar- og heyrnarvotts fyrir því, að Bjarni gerði það ekki, heldur fylgdi piltinum þegjandi til herbergis. Hitt er annað mál, að pilturinn hlaut að vita full vel, bæði áður en hann drakk sig ölvaðan og á eftir, að áfengisnautn í sölum skólans var brottrekstrarsök. Ásökun blaðsins í garð Bjarna, að hann sé ekki fær um að stjórna skóla, nema meö einhvers konar hörku eða fantabrögðum, er svo fjarstæð, að engu tali tekur. Ég var einn vetur samverkamaður Bjama á Laugarvatni og fullyrði, að stjórn hans á skólanum þann vetur var með þeim ágætum, að ég get naumast hugsað mér hana öllu betri. Skorti þó sízt á vandamálin þenna vetur: skólahúsið ófull- gert að flestu leyti, þrengsli mikil, umhverfi skólans forarvilpa, enginn sæmilega fær bílvegur fyrr en í 13 kílómetra fjarlægö o. s. frv. Eftir þeirri reynslu, sem ég fékk þá og ávallt síðan af Bjarna á Laugarvatni, mundi ég engum sem ég þekki treysta betur til skólastjórnar í heima- vistarskóla en honum. Athyglisverðast í sambandi við þetta mál er þaö, að skólastjórinn, sem reynir eftir beztu getu að vernda nemendur sína fyrir skaðsam- legum áhrifum eiturnautna, er að óathuguðu máli krafinn ábyrgðar fyrir sorglegt slys, sem virðist hafa hlotizt af áfengisnautn, en menn- irnir, sem laumast inn á herbergi piltanna með margar flöskur á- fengis og tæla nokkra ístöðulitla unglinga til að brjóta reglur skólans og almennt velsæmi, þeir hljóta engin ámæli, þeir þurfa ekki að svara til sakar. í Reykjavík. Þá hafa kennurum í Reykjavík borizt kaldar kveðjur af litlu tilefni í tveimur dagblööum bæjarins. Málavextir voru þeir, að um jólaleytið auglýsti setuliðið jólatrés- skemmtanir fyrir börn í herbúðunum hér og þar. Kennararnir töldu það ótvírætt brot á reglum kennslumálaráðuneytisins fyrir skólanem- endur frá 24. sept. 1940, ef nemendur barnaskólanna sæktu þessar skemmtanir og litu á það sem skyldu sína að benda vandamönnum barnanna á það. Var það' gert í hógværlega orðaðri samþykkt, sem óskað var eftir að blöð og útvarp flyttu. En svo undarlega brá við, að Alþýöublaðið og Morgunblaðið svöruðu þessari vísbendingu til foreldranna með skætingi. Alþýðublaöið' segir meðal annars: „Ef nokkrum er illa við nokkurn núna, sem ég efast um, þá er

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.