Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 27
MENNTAMÁL 89 X. Niðurlag. Hlutverk greindarprófanna er margþætt og margskonar gagn má af beim hafa við kennslustarfið. Þau hafa þann kost, að með mjög hægu móti er hægt að fá mikilvæga vitneskju um sálarlíf nemandans, einkum námsgetu hans eða það sem við köllum almenna skynsemi, og á þann hátt er hægt að forðast ýms mistök í skólastarfinu. Aðalhlut- verk greindarprófanna virðast mér í stuttu máli vera þessi: Með Binet-prófunum er hægt að ákveða nokkurn veginn andlegt þroskastig barnanna, hvort eitthvert barn er á undan eða eftir, miðað við meðalþroska jafnaldra sinna — og hve mikið það er á undan eða eftir. Binet-prófin eru sér- staklega vel til þess fallin, að uppgötva þá nemendur, sem eru andlega sljóir eða vanþroska. Má eftir niðurstöðum prófanna vinsa þessa nemendur úr og setja þá sér í bekk. Ennfremur benda Binet-prófin á þá bezt gefnu, en til þess að vinsa þá úr, eru þau þó ekki eins góð og ýms önnur gáfnapróf. Við röðun í bekkina koma þau þó að þessu tvennu leyti að góðu haldi. Gáfnaprófin hafa það hlutverk, að komast eftir sérhæfi- leikum nemenda: skynjunum þeirra, hreyfifimi og lagni, tilfinningalífi, hneigðum og persónuleika. Að þessu leyti gefa Binet-prófin talsverðar upplýsingar, en aðallega koma þarna til greina önnur próf. Það er varla á annarra færi en sálfræðinga, að fara með hin ýmsu gáfnapróf og túlka þau, enda þarf töluverðan útbúnað við þau og mikia vinnu. — Margar þessara tilrauna eru ekki framkvæmanlegar nema á sálrannsóknarstofu. Þá hjálpa vitprófin kennaranum til þess að grafast fyrir orsakir vanþroska nemendanna. Vanþroskinn getur stafað af ýmsu: vanræktu uppeldi, gölluðum skynfærum, heyrnar- sljóleika, nærsýni, sjóndepru, sjónskekkju. Einkum er heyrnin mikilvæg fyrir námið. Margir afburða námsmenn hafa gallaða sjón, eru t. d. nærsýnir, en það er mjög sjald-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.