Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 8
70 MENNTAMÁL börnum, sem ætluðu að ganga undir inntökupróf 'í æðri skóla. Sigríður Magnúsdóttir fylgdist vel með nýjungum í kennslumálum hér heima og annars staðar. Hún fór oft utan, hafði ferðazt um mörg lönd Evrópu og dvalið svo mánuðum skipti t. d. í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Eng- landi. Sótti hún kennslufræðileg námskeið erlendis og heimsótti skóla. Hún var í hópi þeirra íslendinga, sem sóttu uppeldismálaþingið í París 1937, ennfremur hafði hún mætt sem fulltrúi íslenzkra kennara á kennaraþingum á Norður- löndum. Svo sem sjá má af því, er að framan greinir, þá naut Sig- ríður Magnúsdóttir trausts og álits meðal kennara landsins. Kennarasambandið vottar henni virðingu og alúðarfyllstu þakkir fyrir langt og óeigingjarnt starf í þágu þess. — Menntamál þakka henni á sama hátt. Sigríður bar hag S. í. B. og Menntamála mjög fyrir brjósti og vann vel og dyggilega fyrir hvort tveggja. Skólarnir, sem hún starfaði við, eiga henni einnig mikið að þakka. Er mér kunnugt um, að Sigurður Jónsson skólastjóri Miðbæjarskólans á þeim tíma, sem hún vann þar, mat hana mjög mikils og bar mikla virðingu fyrir henni sem kennara. Ætla ég, að það muni allir hafa gert, sem kynntust starfi hennar að nokkru ráði. Persónulega votta ég Sigríði Magnúsdóttur virðingu og alúðarþakkir fyrir gott samstarf í skólanum, í Sambandi ísl. barnakennara og við Menntamál. Hvíli hún í guðs friði. Sigurður Thorlacius.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.