Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 10
72 MENNTAMÁL skal haldiö áfram upp á við, þar til barninu mistekst við 5 þrautir í röð eða einn aldursflokk þrauta. Þegar barn er vitprófað, verður því oft að láta það fást við þrautir fyrir 4 aldursflokka, sem eru fyrir neðan og ofan aldur þess. Nákvæm vitprófun tekur oftast 30—40 mínútur. Vitpróf á börnum innan við 7 ára aldur ætti aldrei að taka meira en hálftíma. Ef barnið sýnir þreytumerki, á að lofa því að hvíla sig. Þegar prófandinn veit, að um treggáfuð börn er að ræða, byrjar hann á því að leggja fyrir þau þrautir, sem hœfa áœtluðum vitaldri þeirra. Hann áætlar t. d., að treggáfað 7 ára barn hafi 5 ára vitaldur, og byrjar hann þá á því, að leggja fyrir það þrautir, sem hæfa 5 ára aldri. Fyrstu þrautirnar eiga að vera valdar þannig, að kvíðinn og feimnin fari af barninu, að því aukist þor og áræði og finnist ‘prófið skemmtilegt. Jafnframt eiga fyrstu þraut- irnar að gefa prófandanum hugmynd um andlegan þroska barnsins, svo að hann sjái nokkurn veginn á hvaða vitaldri það er. — Binet réð því til að byrja á myndaþrautunum. Eftir lýsingum þeim, sem barnið gefur af myndunum, sést, hvort það hefir 3, 6 eða 12 ára vitaldur. Enski sálarfræð- ingurinn, C. Burt, ræður til að byrja á því, að sýna börnum á 5—6 ára alari peninga (9 algengustu myntir). Einnig er gott að byrja á því, að spyrja yngri börn að nafni og aldri. Fer þá feimnin oftast af þeim. Byrja má prófið á eldri börnum með því að láta þau lesa, skrifa nafnið sitt, hafa yfir dagatalið eða nefna mánuðina. Þegar prófandinn hefir þannig unnið bug á feimni og kvíða barnsins og gert sér jafnframt nokkurn veginn grein fyrir, á milli hvaða aldursmarka vitaldur barnsins leikur, hefst sjálft vitprófið eftir þeirri meginreglu, sem að framan er lýst. Þrautir, sem krefjast skarprar eftirtektar og mik- illar áreynslu, ættu þó yfirleitt ekki að geymast þangað til seinast, heldur þrautir, sem krefjast útbúnaðs, svo sem

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.