Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 46

Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 46
108 MENNTAMÁL svo að koma hliðstæðar, skemmtilegar lestrarbækur. í sög- unni yrði farið eins að. Samið stutt yfirlit yfir helztu þyngd- arpunkta sögu vorrar frá landnámstíð, en í lesbók yrðu svo valdir kaflar úr íslendingasögunum endursagðir, biskupa- sögunum o. s. frv., og svo skemmtilegt yfirlit yfir hina nýj- ustu sögu, frá því endurreisnartímabilið hófst, einkum um baráttu Jóns Sigurðssonar fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Inn í þessar fræðandi lesbækur, eða í sérstök hefti, yrði svo fléttað sögum og kvæðum, kristilegs og siðlegs efnis, t. d. um dýraverndun, bindindismál, ýmsa félagsstarfsemi, svo sem Rauða krossinn, skátastarfið, barnastúkurnar o. fl. Lesbækurnar og lesefnið þarf að hafa tvennan tilgang, auk þess sem það á að vera til æfinga í lesbókinni. Það á að vera mannbœtandi og frœðandi jöfnum höndum, og svo loks er óhjákvæmilegt að hafa eitthvað með, sem er til gamans, eitthvað sem er létt yfir og fjörlegt, einkum fyrir yngri börnin, Inn á þessa braut held ég að við eigum að ganga. Ég nefndi hér að framan kristin fræði, sem eina af fjór- um höfuð námsgreinum skólans, ef námsgrein er rétta orðið yfir það, og það geri ég af því að í gegnum þá náms- grein liggur leiðin til hins siðferðilega uppeldis, til rækt- unar hugarfarsins, til virðingarinnar og lotningarinnar fyrir því, sem er æðra en við sjálf. Um aldaraðir hafa tveir þættir verið sterkastir í íslenzku þjóðaruppeldi, hinn þjóðlegi og kristilegi þáttur. Þeir hafa verið sannkölluð líftaug, og það er því að þakka, að þessir þræðir hafa aldrei slitnað, að íslenzka þjóðin lifir enn þann dag í dag. Hvers vegna skyld- um við ekki nota okkur þessa dýrmætu reynslu einmitt nú, þegar verið er að reyna að leiða mannkynið inn í heiðnina á ný? Margir benda nú á hið verklega nám eins og eitthvert lausnarorð í uppeldismálum vorum. Ég býst ekki við að það eigi eftir að setjast í neitt hásæti í skólunum vegna þess, að uppeldið á fyrst og fremst sín andlegu langmið, en eigi

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.