Menntamál - 01.02.1948, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL
11
HELGI ELÍASSON frædslumálastjóri:
Úr Bretlandsför 1947.
Framhald.
/ Nottinghcmi og nágrenni.
Ég kom til Nottingham sunnudaginn 4. maí. Þar bjó ég
í mjög vistlegu herbergi í stóru gistihúsi við „Victoria“-
j árnbrautar stöðina.
Kl. 10 á mánudagsmorgun var mér ekið til fræðslumála-
skrifstofu Nottinghamhéraðs. Hún er í gömlu dómhúsi —
„Shire Hall“ — ekki fjarri miðju Nottinghamborgar. Mér
var þegar fylgt til fræðslumálastjórans. Hann heitir Ed-
ward Mason, maður milli fertugs og fimmtugs, vel meðal-
hár, vel vaxinn, bjartur yfirlitum og glaðlegur. Mr. Mason
fagnaði mér hið bezta. Virtist mér hann m. a. mjög ánægð-
ur yfir því, að British Council í London skyldi hafa sent mig
til hans fremur en annarra til þess að öðlast raunhæfa
fræðslu um enska skólakerfið og kynnast framkvæmdum
í skólastarfinu.
Mr. Mason sagði, að mér mundi ekki til setu boðið vikuna,
sem nú væri framundan, enda hafi sér skilizt á þeim syðra
-— þ. e. Br. C. í London — að ég væri víst ekki í sumarfríi!
Fræðslumálastjórinn var búinn að semja ,,hernaðaráætlun“
fyrir vikuna og skýrði hana fyrir mér. Sagði hann, að ég
skyldi gera athugasemdir og breytingar á áætluninni, eftir
því sem mér hentaði. Drengilega mælt af honum — hugsaði
ég — en hvernig átti ég að geta bætt þar um, bráðókunn-
ugur maðurinn! Mér virtist líka, að starfsáætlunin mundi
af hyggindum samin og markvísi.