Menntamál - 01.02.1948, Blaðsíða 33

Menntamál - 01.02.1948, Blaðsíða 33
menntamál 27 baki sér. Bezt væri að það vísu, að komið væri, að svo miklu leyti sem kostur er, í veg fyrir, að unglingar leiddust á villigötur, en það er naumast sanngjarnt að ætlast til, að svo vel sé séð fyrir málum í jafnungu bæjarfélagi. Hitt vekur furðu, hversu litlar ráðstafanir bæjarfélagið gerir til bjargar þeim unglingum, sem í ógæfuna hafa ratað. Að vísu er nokkurri fjárhæð varið til verndar barna og unglinga samkvæmt reikningum bæjarins eða rúmlega 218 þús. árið 1946. Og ekki skal í efa dregið, að barna- verndarnefnd og starfslið hennar vinni störf sín af mestu kostgæfni. Samt er niðurstaðan þessi eins og segir í skýrslunni, að af 20 stúlkum innan 16 ára aldurs, sem full þörf var að koma úr bænum vegna lauslætis, tókst ekki að koma nema 12 fyrir, og 9 þeirra komu aftur, sumar eftir nokkura daga, aðrar eftir nokkura mánuði. „Hinum 8 var alls ekk- ert hægt að hjálpa, og sumar þeirra eru nú ýmist heima hj á sér, á Keflavíkurflugvellinum eða á upptökuheimilinu.“ Ef litið er til drengjanna, er sagan litlu glæsilegri. 84 drengjum þurfti að ráðstafa úr bænum að áliti nefndar- innar, 13 þeirra var útvegað heimili og af þeim komu 4 í bæinn eftir tiltölulega skamma dvöl. „Hinum — 21 dreng — var ekki hægt að ráðstafa og fengu því að leika lausum hala hér í bænum og fremja sjálfir ýmiss konar afbrot og spellvirki og leiða auk þess aðra drengi út á sömu braut.“ Það er ekki vandséð af þessu, að barnaverndarnefndin á þess lítinn kost að sinna þeim verkefnum, sem henni eru ætluð. Aðeins tiltölulega lítill hluti þeirra barnaogungl- inga, sem mestrar verndar þarfnast, nýtur hennar. Um mikinn meirihluta er ekkert sinnt. Þjóðfélagið lætur skeika að sköpuðu um það, hvað verður um þessi ógæfusömu börn sín, sem rata á villigötur oft og einatt af þeim óskiljan- legum og óviðráðanlegum ástæðum og ber jafnan æ lengra af réttri leið, ef skynsamlegar ráðstafanir eru ekki gerðar

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.