Menntamál - 01.02.1948, Blaðsíða 35

Menntamál - 01.02.1948, Blaðsíða 35
MENNTAMÁL 29 Minningarorð um Ágúst Kr. Eyjólfsson. Hann andaðist að heimili sínu, Hvammi í Landsveit 11. nóv. 1947, og var jarðsunginn 28. s. m. að Skarði í sömu sveit. Fæddur var hann 28. marz 1889 í Hvammi og átti þar heimilí alla ævi sína. Foreldrai hans voru: Guðbjörg Jóns dóttir frá Skarði og Eyj- ólfur Guðmundsson, þjóð- kunnur maður, höfðingi sveitar sinnar og af ýms- um nefndur Landshöfð- ingi. Ungur að aldri gekk Ágúst í Flensborgarskól- ann. Að loknu námi tók hann að sér barnafræðslu í sveit sinni. Kennari var hann þar samfleytt í 16 ár. Hann hefur því eignazt Ágúst Kr. Eyjólfsson rnarga nemendur. Sumir þeirra eru nú þjóðkunnir áhrifa- og mennta-menn. Öllum, sem nutu tilsagnar hjá Ágústi og kynntust kennsluaðferðum hans, ber saman um, að fræðsla sú, er hann veitti, hafi verið hollt og gott vega- nesti og trygg undirstaða til þroska og meiri menntunar. Ágúst var mjög varfærinn og vandaður maður til orðs

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.