Menntamál - 01.02.1948, Blaðsíða 12
6
MENNTAMÁL
legt nám, og er mest áherzla lögð á tilraunasálfræði. Það
tekur 6—7 ár.
Áse Gruda Skard gerði grein fyrir aðstæðum í Noregi.
Til þessa hefur aðeins verið hægt að ljúka meistaraprófi
við Osloarháskóla. Það er 5—6 ára vísindalegt nám, og
er mest áherzla lögð á sjálfstæðar rannsóknir. Auk meist-
araprófsins munu menn nú næsta ár og framvegis geta
lokið kand. psykol. prófi við Osloarháskóla. Það er þriggja
ára nám, og verður mest áherzla lögð á almenna sálfræði.
Það á að verða almenn undirstaða undir sérnám, en ekki
undirbúningur undir neitt ákveðið starf. Ráðgert er að
gefa þeim, sem ljúka kand. psykol. prófi, kost á að stunda
tveggja ára sérnám eftir á í uppeldisfræðilegri sálfræði,
sáltækni og félagssálfræði. Um 250 nemendur stunda nú
nám í sálfræði í Oslo. Hafa flestir byrjað síðast liðið ár,
og er líklegt, að bráðlega verði að takmarka aðgöngu að
sálfræðideildinni.
Arvo Lehtovaara skýrði frá því, að í Finnlandi væri
hægt að ljúka kandidatsprófi í sálfræði við sálfræðideild-
ina í Jyváskyká og háskólann í Helsingfors. Ráðgert er að
skipta náminu í fjórar sérgreinar, vísindalega sálfræði,
uppeldissálfræði, sáltækni og félagssálfræði. Um 100 nem-
endur stunda nú sálfræðinám í Finnlandi.
John Elingren skýrði frá því, að í Svíþjóð væru haldin
námskeið í sálfræði og uppeldisfræði eitt til tvö ár til að
bæta úr bráðri þörf fyrir sálfræðinga. Hann taldi, að þetta
nám þyrfti að lengja og leggja þyrfti meiri áherzlu á fræði-
legt nám. f Svíþjóð er og hægt að ljúka vísindalegu prófi
með svipuðu sniði og í Noregi og Danmörku. Nokkrar um-
ræður urðu um það, hvort stefna bæri að því að hafa hag-
nýtt sálfræðinám stutt og sérhæft eða langt og með víð-
tækri undirstöðumenntun. Norðmenn hafa lengst hag-
nýtt nám og telja að frekar beri að bíða með að bæta úr
þörfum fyrir sálfræðinga en slaka á kröfunum um víðtæka
menntun. Svíar hafa mjög stutt hagnýtt nám og sjá sér