Menntamál - 01.02.1948, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.02.1948, Blaðsíða 7
MENNTAMÁL XXI., 1. JAN.—FEBR. 1948 KRISTINN BJÖRNSSON stud. mag.: Norrænt sálfræðingamót. i. Fyrsta mót norrænna sálfræðinga og sálfræðinema var haldið í Oslo dagana 5.—9. ágúst s. 1. Félag norskra sál- fræðinga gekkst fyrir móti þessu. Tilgangurinn með því var fyrst og fremst sá að gefa sálfræðingum Norðurlanda kost á að koma saman, kynnast og ræða sameiginleg áhuga- mál og þau vandamál, sem þessari ungu vísindagrein er ætlað að leysa. Enn sem komið er, hefur ekki verið um neina samvinnu að ræða milli norrænna sálfræðinga, enda hefur sú stétt verið mjög fámenn, og hefur lítið látið til sín taka. Liggur við, að segja megi, að sálfræðin hafi þjónað sínu hlutverkinu í hverju þessara landa, og fyrir- komulag sálfræðinámsins er hið sundurleitasta, eins og ég mun drepa á síðar. Mót þetta sóttu um 400 fulltrúar, flestir frá Noregi eða um 190. Næst kom Svíþjóð með 100 fulltrúa. Danir voru 90, Finnar 13 og einn íslendingur, sá sem þetta ritar. Á dagskrá mótsins voru nokkrir fyrirlestrar um vís- indaleg efni, sem allir fundarmenn gátu hlustað á, og voru þá leyfðar umræður eftir hvern fyrirlestur. Vegna tíma- skorts urðu þær þó oftast styttri en menn óskuðu. Auk þessara fyrirlestra voru flutt nokkur stutt erindi. Hafði þátttakendum fyrst verið skipt í fjóra hópa eftir áhuga- málum. Það var tilraunasálfræði, sáltækni (psykoteknik), félagssálfræði og uppeldissálfræði. Erindi voru svo haldin samtímis í öllum þessum hópum og umræður leyfðar eftir hvert erindi. Þá voru og haldnir sérstakir fundir, þar

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.