Menntamál - 01.02.1948, Blaðsíða 20
14
MENNTAMÁL
Mér var fylgt í gestastúku fundarsalsins. f lok fundar-
setningar brá mér satt að segja dálítið, þegar fundarstjór-
inn — form. fræðsluráðs — tók til að ávarpa mig og gat
þess, að þessi fundur mundi að tvennu leyti einhver sögu-
legasti fundur fræðsluráðs þessa héraðs um marga áratugi.
1 fyrsta lagi var auðvitað aðalmál fundarins — áætlun um
framkvæmd nýju fræðslulaganna, og þó væri hitt eigi síð-
ur í frásögur færandi, að fræðslumálastjóri íslands væri
gestur fundarins og mundi fylgjast með afgreiðslu máls-
ins. Ræðumaður gat fslands og íslenzkrar menningar lít-
illega, en hlýlega og óskaði mér og skólamálum okkar
góðs gengis.
Fundarsetningu lauk með bæn.
Framsögumaður fræðsluráðs í máli því, er fyrir fundin-
um lá, var líklega um sjötugt. Hann hafði unnið mestan
hluta ævi sinnar í kolanámum og gerði sér far um að fá
bætta aðstöðu verkamanna til fræðslu og menningar. Hann
naut sjálfur mjög lítillar skólagöngu, sagðist oft hafa hugs-
að um það, hve þeir ættu gott, sem gætu fengið að ganga
í skóla eða aðrar menntastofnanir. Framsögumaður gat
þess, að hann vildi vera í flokki þeirra manna, sem beittu
sér fyrir því, að yngri kynslóðin þyrftu ekki að fara á mis
við menntun, sem hinar eldri kynslóðir þráðu, en fengu
ekki. Það leyndi sér ekki, að ræðumaður var ungur í anda,
þótt hann væri aldinn að árum. Hugur fylgdi máli hjá
honum. Roskin kona tók svo til máls og var í aðalatriðum
sammála framsögumanni. Síðast talaði andmælandi, sem
var íhaldsmaður. Hann gagnrýndi nokkur atriði, en fremur
mun lítill hugur hafa fylgt máli, því að hann lauk máli sínu
með því að leggja til, að áætlunin yrði samþykkt. Var þá
klappað mjög ákaft. Síðan var áætlunin borin undir at-
kvæði, og var hún samþykkt einróma. Var svo fundi slitið.
Mr. Mason var mjög ánægður með afgreiðslu þessa máls
og málflutning allan og undirbúning.
— Síðan var hún send til menntamálaráðuneytisins í