Menntamál - 01.02.1948, Blaðsíða 25
MENNTAMÁL
19
skólanám, eftir því sem heilsa þeirra leyfði. Útivist var
mikil. Dvalartími var dálítið mislangur, en flestir nem-
endur dvöldust þar nokkra mánuði. Allar vistarverur voru
hreinlegar og öll umgengni góð. Mikil áherzla var lögð
á að temja nemendum reglusemi í hvívetna.
Föstudaginn 9. maí var ég gestur fræðslumálastjórnar
Nottinghamborgar, frá morgni til kvölds. Fyrst voru mér
sýndar vistarverur fræðslumálaskrifstofunnar, sem voru
mjög rúmgóðar, að mér fannst, þótt þeir töluðu um
þrengsli. Jafnframt var mér greint frá starfsháttum þar
og ástandi og horfum í skólamálum í stórum dráttum.
Síðan var ekið með mig um borgina það, sem eftir var dags-
ins, til þess að skoða skólahús o. fl. menningarstöðvar.
Ég átti kost á að skoða risavaxnar byggingar og vinnu-
stofur „Players“-vindlingaverksmiðjanna, en ég hafði lít-
inn áhuga á því — e. t. v. vegna þess, að ég reyki ekki
þá tegund af tóbaki! Ég afþakkaði boðið.
Eins og víða annars staðar, þar sem ég kom, voru mér
sýnd skólahús af ýmsum gerðum, bæði gömul og ný. Inni
í borginni voru allmörg gömul skólahús, sem ýmist eiga
að hverfa eða endurbyggjast, þegar árferði batnar og
stríðsáhyggjum lýkur. (Hvenær verður það?) Þar eiga
mörg nágrannahús að hverfa, til þess að sæmilegt rúm
fáist til aukins húsnæðis handa skólanum og rúmgóður
leikvöllur. Aðbúð sumra þessara gömlu skóla var mjög
óhentug, leikvellir litlir — sízt stærri hlutfallslega en í
Miðbæjarskólanum í Rvík, og lítið húsnæði annað en
kennslustofurnar, en þær voru yfirleitt rúmgóðar og sæmi-
lega búnar kennslutækjum. Fjölmenni var mikið í sum-
um þessara skóla og nemendur allt frá 5 ára upp í 16—18
ára. Þar voru á einum stað 3 skólastjórar í sömu bygging-
unni, sinn með hvern skóla, þ. e. smábörn, eldri börn og
unglinga. Ég dáðist að því, hve skólastjórar og kennarar