Menntamál - 01.02.1948, Blaðsíða 24

Menntamál - 01.02.1948, Blaðsíða 24
18 MENNTAMÁL hafði herbergi fyrir sig, og voru þau furðanlega vistleg. Nóg var af kennslutækj um og vinnuherbergjum. Allir nemendur urðu að nema ensku, stærðfræði, sálar- og uppeldisfræði, kennslufræði og taka þátt í kennsluæf- ingum. Aðrar greinar gátu þeir valið um eftir vild. Að loknu prófi öðluðust nemendur réttindi til barna- og ungl- ingakennslu. Tveir nemendur þessa skóla höfðu dvalizt alllengi hér á landi á stríðsárunum, og höfðu þeir nýlega haldið fyrir- lestra um Island og sýnt þaðan skuggamyndir. Ég sýndi nokkrar myndir frá Heklugosinu og úr bók Helga P. Briem, og var það vel þegið. Áðurnefndir fyrirlesarar fengu traustsyfirlýsingu fyrir það, hversu sannsögulir þeir hafi verið------en einhverjir höfðu talið, að þeir hefðu ýkt dásemdir íslands! Þótt kennaraskóli þessi sé með nokkuð öðru sniði en „öldungadeildir“ þær, sem tvisvar hafa verið í Kennara- skóla íslands, þá virtist sumum skólamönnum, er ég ræddi við, að ekki væri þar um óskylt mál að ræða. Einn daginn sýndi Mr. Mason mér 2 hressingarheimili, sem 2 eða fleiri fræðslumálastjóraumdæmi ráku í sam- einingu. í öðru þeirra voru 45 fullhraustir nemendur á aldrinum 7—21 árs, 1—2 vikur í einu hver hópur. Flestir bjuggu í tjöldum, en borðsalur og setustofur voru í bröggum. Ég var þarna á fundi framkvæmdarnefndar, og var tekin ákvörðun um viðbótarbyggingu og nokkrar endurbætur. Heimili þetta er í fögrum dal. Dvalargestir eyða tíman- um að mestu í göngur, leiki og athugun náttúrunnar. Hitt heimilið er einnig í mjög fögrum dal og er til húsa í mörgum snotrum skúrbyggingum, sem voru notaðar fyrir foreldralaus börn á stríðsárunum. Þarna voru nú 240 heilsuveil börn á ýmsum aldri. Þau stunduðu venjulegt

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.