Menntamál - 01.02.1948, Blaðsíða 23
MENNTAMÁL
17
að hann hefði verið þungt hugsandi um árangur starfs
síns fyrsta árið, en nú væri hann mjög bjartsýnn — og það
ekki að ástæðulausu.
Á Hopwell Hall er skóli fyrir gáfnatrega drengi. Þar
voru 50 drengir 7—16 ára. Sumir þeirra voru mjög gáfna-
sljóir að sjá, vart meir en hálfvitar. Þarna var nóg land-
rými. Piltarnir hjálpuðu til við utan- og innanhússtörf, eftir
því sem andleg og líkamleg geta þeirra leyfði. Allveruleg
stækkun er ráðgerð á stofnun þessari.
í Sutton Bonington var heimili og skóli fyrir 50 stúlk-
ur, 7—16 ára, hliðstætt því, sem á Hopwell Hall fyrir pilta.
Ég heimsótti þessi þrjú heimili sama daginn. Þótti mér
þeim degi vel varið. Datt mér í hug, hvort ekki væri at-
hugandi hér heima að fá einhver stórbýli til hliðstæðrar
starfsemi — eða hvort einhverjum mundi e. t. v. hug-
kvæmast að gefa bæ sinn til þess konar góðgerðarstarfa.
Til þess að bæta úr tilfinnanlegum kennaraskorti hefur
verið komið upp allmörgum „bráðabirgða kennaraskólum“
(Emergency Training Colleges), sem útskrifa kennara eftir
13 mánaða nám. I þessa skóla fá inngöngu þeir menn, sem
unnu að landvörnum heima og erlendis, ef þeir að loknum
ýmiss konar hæfnisprófum og athugunum virðast búnir
kennarahæfileikum. Ákveðins skólanáms er ekki krafizt inn
í þessa skóla, sumir þeirra hafa aðeins barnaskólanám að
baki sér. Menntaskólanám nægir meira að segja ekki, nema
hlutaðeigandi hafi reynzt hæfur við hæfnispróf. Nemendur
fá ókeypis dvalarkostnað, og fjölskyldumenn fá laun til
þess að sjá fyrir heimilum sínum.
Ég heimsótti einn slílcan kennaraskóla í Doneshill, Red-
ford. Þar voru 210 nemendur 22—46 ára (meðalaldur
30 ár). Sltólinn var í bröggum, sem upprunalega voru
byggðir fyrir verkamenn. Þeir höfðu staðið auðir 2 ár,
áður en kennaraskólinn tók þá til afnota. Hver nemandi