Menntamál - 01.02.1948, Síða 32

Menntamál - 01.02.1948, Síða 32
26 MENNTAMÁL ábyrgð kennara með fræðslumálastjórnina í broddi fylk- ingar. Til skamms tíma hefur engin kennarastétt verið til hér á landi, og má því virða henni til vorkunnar, þótt eitt og annað sé á reiki, og að hún hafi ekki gert sér nægilega ljóst, að hverju ber að stefna. Við eigum nú til allrar hamingju nokkra unga og efni- lega uppeldisfræðinga, sem vænta má mikils af í framtíð- inni, og öfunda ég þá, sem fást við íþrótta- og fimleika- kennslu nú á dögum, að geta leitað til þeirra, þegar vanda ber að höndum. Með aðstoð þessara ungu uppeldisfræð- inga má vænta þess, að kennarastéttin hefjist handa, og á sama hátt og læknarnir hafa sameinazt gegn sjúkdóm- unum, þá sameinist kennarar úr öllum skólum, æðri sem lægri, um hið setta mark, og geri sér far um og verði færir um að lækna andlegar meinsemdir í þjóðfélaginu, hvar sem þær kunna að finnast. Þá er sú menntun, sem fæst með íþróttaiðkunum eitt af þvi allra helzta, sem vanda þarf til. K>*<?»0«0#0*0»9«0«C>#C>*C 111 starfsskilyrSi barnaverndarnefndar. í síðasta hefti Menntamála birtist kafli úr skýrslu um störf barnaverndarnefndar Reykjavíkur árið 1946. Sú frá- sögn hlýtur að verða þeim umhugsunarefni, sem láta sér annt um hag barna og ungmenna. Þó hygg ég, að fjöldi og eðli þeirra misfellna á hegðun barna, sem þar eru nefnd- ar, geti ekki talizt til neinnar stórfurðu. Uppeldishættir höfuðstaðarins eru ekki komnir á það þroskastig, að eigi megi vænta ýmiss konar víxlspora. Slíkt getur gerzt í borgum, sem eiga miklu eldri og öruggari menningu að

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.