Menntamál - 01.02.1948, Blaðsíða 34

Menntamál - 01.02.1948, Blaðsíða 34
28 MENNTAMÁL þeim til bjargar. Það virðist ekki vera rík þrá eftir fögru mannlífi með okkur, ef við getum til langframa horft kinn- roðalaust á þær hryggðarmyndir, sem af þessu umhyggju- leysi spretta. Það er full-ljóst, að barnaverndarnefnd hefur gert allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að hagnýta sér þau úrræði, sem hún á völ á. Það er því alger óþarfi að velta lengur vöngum yfir því að spara fé og fyrirhöfn til þess að leita nýrra ráða. Ef fram úr þessu á að rakna, er óhjákvæmilegt að koma á fót nýjum stofnunum, sem geta annazt uppeldi þessarra barna. Mér er það vel ljóst, að hægt er frá almennu sjónarmiði að finna slíkum stofnunum margt til foráttu og það alveg réttilega. En hitt er mér jafnljóst, að dvöl í þeim er þess- um ungmennum stórum hollari en þau séu látin óáreitt stunda þjófnað, lauslæti, slæpingshátt og leggja líf sitt þannig í rústir í nútíð og framtíð. Auk þess eiga uppeldisheimili fátt eitt sameiginlegt nema nafnið. Ef þau eru rekin af skilningi og við sæmileg skilyrði, má mjög draga úr þeim annmörkum, sem þau eru annars háð. Að vísu geri ég mér ekki neinar gylli- vonir um, að tök verði á því að koma hér upp fyrirmyndar- stofnunum í þessum efnum. Til þess er þörf mikillar menn- ingar og allmikilla f járráða. Hins vegar tel ég mega vænta þess, að þær geti orðið til stórkostlegra bóta frá þeirri niðurlægingu, sem Við eigum við að búa nú í þessum málum. Á. H. *o*o#o*o«o#o*o*o#o«ot< Heimili og slcóli. í síðasta hefti Heimilis og skóla (nóv.—des. 1947) birtust m. a. þess- ar greinar: ITátíð ljóssins (Þórgnýr Guðmundsson); Boðorð boðorð- anna (Hannes J. Magnússon); Próf og langt nám (Snorri Sigfússon); Skólamál Kaupmannahafnar (Ólafur Gunnarsson frá Vík í Lóni); Leyst úr vandamáli (Jóh. Ó. Sæmundsson); Morgunvers í skólum (Snorri Sigfússon); Athyglisverð bók (ritd. um Fósturdóttur úlfanna).

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.