Menntamál - 01.04.1957, Side 30

Menntamál - 01.04.1957, Side 30
16 MENNTAMÁL gæfur. Til námserfiðleikanna liggja samt fjölmargar aðr- ar ástæður, sem oft er erfitt að greina. Þess vegna er sí- felld hætta á, að við skýrum námsörðugleika barns út frá ímynduðu greindarleysi, þó að barnið, sem í hlut á, sé fullvel þroskað að greind. Því er nauðsynlegt að mæla og meta námshæfileika barnsins rétt. Fyrir alla hjálp við barnið skiptir það meginmáli, að við þekkjum hæfileika þess og vitum, hvers við megum krefjast af því. Ef við skiljum ekki ástæðuna til erfiðleika barnsins, er hætt við, að við misbjóðum því á einhvern hátt, með námskröfum okkar (of háum eða of lágum), með áminningum okkar og ekki sízt með uppgjöf okkar, þegar við hættum að vænta árangurs af viðleitni okkar að kenna barninu. Þetta á engu síður við, þó að greindarskortur sé aðal- orsök námserfiðleikanna. Her hinna námstregu er fjöl- mennur, og býr yfir miklum kostum, þó að hann státi ekki af greind. Hann tekur sinn þátt í lífsbaráttu þjóðarinnar, og almenningsheill krefst þess, að hann gangi til þeirrar orustu svo vel búinn, sem framast eru tök á. Að mínu áliti vantar okkur bæði sérmenntaða kennara og sérstaka námstilhögun handa tornæmum börnum. Líklega vitum við lakar skil á þeim og námsgetu þeirra en greindari barna. Fræðsluskipan okkar miðast fyrst og fremst við meðallag, bæði um greindarþroska og greindarfar. Ég tel það meðal mikilvægustu hlutverka skólans, að koma tornæmum börnum, t. d. með grv. 85—60, til nokkurs þroska. Ef við snúum okkur ekki að því að leysa vandamál þeirra sérstaklega, verður á glæ kastað miklu erfiði og ærnum fjármunum, sem ætlað var þeim til fræðslu og uppeldis. Þetta tjón verður því átakanlegra, sem námskröfur okkar vaxa sífellt og áherzla á skólahaldi er aukin með hverjum áratug. Misheppnað og árangurs- lítið nám er ekki fólgið í því einu, að nemandinn öðlast minni þekkingu en tilskilið var. Aðalatriðið er það, að mis- tökin valda honum vonbrigðum, sundra heilbrigðu sjálfs-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.