Menntamál - 01.04.1957, Page 30
16
MENNTAMÁL
gæfur. Til námserfiðleikanna liggja samt fjölmargar aðr-
ar ástæður, sem oft er erfitt að greina. Þess vegna er sí-
felld hætta á, að við skýrum námsörðugleika barns út frá
ímynduðu greindarleysi, þó að barnið, sem í hlut á, sé
fullvel þroskað að greind. Því er nauðsynlegt að mæla og
meta námshæfileika barnsins rétt. Fyrir alla hjálp við
barnið skiptir það meginmáli, að við þekkjum hæfileika
þess og vitum, hvers við megum krefjast af því. Ef við
skiljum ekki ástæðuna til erfiðleika barnsins, er hætt við,
að við misbjóðum því á einhvern hátt, með námskröfum
okkar (of háum eða of lágum), með áminningum okkar
og ekki sízt með uppgjöf okkar, þegar við hættum að
vænta árangurs af viðleitni okkar að kenna barninu.
Þetta á engu síður við, þó að greindarskortur sé aðal-
orsök námserfiðleikanna. Her hinna námstregu er fjöl-
mennur, og býr yfir miklum kostum, þó að hann státi ekki
af greind. Hann tekur sinn þátt í lífsbaráttu þjóðarinnar,
og almenningsheill krefst þess, að hann gangi til þeirrar
orustu svo vel búinn, sem framast eru tök á. Að mínu
áliti vantar okkur bæði sérmenntaða kennara og sérstaka
námstilhögun handa tornæmum börnum. Líklega vitum
við lakar skil á þeim og námsgetu þeirra en greindari
barna. Fræðsluskipan okkar miðast fyrst og fremst við
meðallag, bæði um greindarþroska og greindarfar.
Ég tel það meðal mikilvægustu hlutverka skólans, að
koma tornæmum börnum, t. d. með grv. 85—60, til
nokkurs þroska. Ef við snúum okkur ekki að því að leysa
vandamál þeirra sérstaklega, verður á glæ kastað miklu
erfiði og ærnum fjármunum, sem ætlað var þeim til
fræðslu og uppeldis. Þetta tjón verður því átakanlegra,
sem námskröfur okkar vaxa sífellt og áherzla á skólahaldi
er aukin með hverjum áratug. Misheppnað og árangurs-
lítið nám er ekki fólgið í því einu, að nemandinn öðlast
minni þekkingu en tilskilið var. Aðalatriðið er það, að mis-
tökin valda honum vonbrigðum, sundra heilbrigðu sjálfs-