Menntamál - 01.04.1957, Side 92
78
MENNTAMAL
fellur ljúflega inn í félagslífið, verður síðar traustur
hlekkur í góðu þjóðfélagi.
Fyrsti aðili í leit að hinum færa vegi barnsins, nýlið-
ans á námsbrautinni, er auðvitað kennarinn. Og hið fyrsta,
sem hann hlýtur að gera, eftir að hafa komizt að raun
um, að eitthvað er að, er að tala við foreldrana. Það ber
oft ótrúlegan árangur, beinan eða óbeinan, þ. e. a. s.
annað hvort tekst góð og skilningsrík samvinna milli kenn-
ara og foreldra eða kennarinn kynnist foreldrunum nóg
til þess að sjá, að lítils eða einskis er þar að vænta barn-
inu til hjálpar á þessari nýju braut, og verður þá aðild
kennarans þýðingarmeiri en nokkru sinni. Þegar foreldr-
ar skilja, að við erum að leita að orsök tornæmisins af
góðvilja og umhyggju, til hjálpar og úrbóta, taka þeir
þátt í starfinu með okkur, og er þá mikill sigur unninn í
leitinni að hinum færa vegi.
Ég leyfi mér að taka hér nokkur dæmi um einstök erfið
„tilfelli“, viðræður við foreldra og árangur af þeim.
A var lítil, fíngerð og falleg stúlka. Hún kom í skól-
ann 7 ára, eins og til stóð. Ég veitti fljótlega athygli, að
mikið vantaði á, að hún gæti fylgzt með í kennslunni eins
og hin börnin. Skólaáhöldin urðu ýmiss konar leikföng í
höndum hennar, og hún var oftast í sínum eigin heimi
og vissi ekki af fjöldanum í kring. Sérhver kennari getur
skapað sér aðstöðu til að sinna einstökum börnum, meðan
bekkurinn fæst við önnur verkefni. í slíkri sérkennslu náði
A heldur engum árangri, hún titraði aðeins og svitnaði
af áreynslu. Þannig var það með lesturinn, og ekki var
reikningurinn betri, því að hún gerði sér ekki nokkra
grein fyrir fjölda. Einn brjóstsykurmoli og tveir brjóst-
sykurmolar voru aldrei þrír, heldur bara það, sem henni
datt í hug, fimm eða tíu, að ég nú ekki tali um, ef hún átti
að gefa einn af þeim, þá var vísast, að hún ætti eina sex
eftir.
Ég talaði við móðurina, sem reyndist mjög skilnings-