Menntamál - 01.08.1961, Blaðsíða 23

Menntamál - 01.08.1961, Blaðsíða 23
MENNTAMAL 101 er varið hlutfallslega miklu minna til vísindastarfsemi miðað við þjóðartekjur en í nokkru öðru landi í grennd við okkur. Ég held, að þetta sé ærið umhugsunarefni fyrir okkur, því að þegar til lengdar lætur fer bókstaflega efna- hagsleg afkoma þjóðar — svo ekki sé rætt um menningu hennar — mjög eftir því, hversu mikið hún leggur af mörkum til vísindastarfsemi. Vér íslendingar megum aldrei missa sjónar á þeirri staðreynd, að þjóðir heims muna oss ekki fyrir það, þótt vér veiðum ókjör af þorski — svo gott sem það þó er — heldur fyrir hitt, hvern skerf vér leggjum til vísinda og almennrar menningar. Og ég held, að engan fjársjóð eigum vér íslendingar dýrmætari en gáfað ungt fólk, vel menntað, vísindalega þjálfað, og gagntekið áhuga á að verða landi sínu að liði. Slíku fólki verðum vér að búa rannsóknaraðstöðu hér í landinu og viðunandi starfskjör. V. Við mat á framtíðarþörfum háskólans á húsnæði, auknu lóðarrými, kennslukröftum o. m. fl. er harla mikilvægt að gera sér grein fyrir, hve nemendamargur skólinn muni verða nú næstu áratugina og allt til aldamóta a. m. k. Það atriði er vandmetið, því að ærin óvissa ríkir um marga þætti, sem þar skipta miklu máli. Hér þarf bæði að líta til þess, hve fólksfjöldinn muni vaxa ört og sérstaklega, hve mannmargir þeir árgangar verði á hverjum tíma, sem sækja háskólann, en það er fyrst og fremst fólk á aldurs- skeiði 19—25 ára. f öðru lagi fer fjöldi háskólastúdenta mjög eftir því, hverjar kennslugreinar verði kenndar hér næstu áratugina. Þá getur aðstreymi að háskólanámi olt- ið að nokkru á því, hvort launakjör háskólamenntaðra manna verði bætt miðað við aðrar stéttir, sem minna þurfa að kosta til undirbúnings undir lífsstarf sitt, en lík- legt er, að brátt fari að gæta hinna lágu launakjara há- skólamanna hér á landi með skertri aðsókn að slíku námi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.