Menntamál - 01.08.1961, Page 33

Menntamál - 01.08.1961, Page 33
MENNTAMAL 111 1 byrjun aldarinnar gerðu V. Bechterew og W. Ostwald vænlega tilraun til þess að ákvarða sálarorkuna og skýra hlutverk hennar. Þeir settu fram staðhæfingar um tilvist sálrænnar orku í lífverunni og skýrðu hana þannig, að hún væri til orðin við ummyndun efnisorkunnar. Bechte- rew leiðir taugaviðbragðið („den nervösen Strom“) af um- myndun orkunnar í alheimi. Taugaboð streyma til mið- stöðva taugakerfisins, hlaðast þar upp og hafa í för með sér huglæga kennd. Eða þau berast til vöðva og kirtla, þar sem orka þeirra breytist aftur í mekaniska orku, efna- eða hitorku. Þessi huglæga kennd gæti samsvarað endur- hljóman orkunnar í meðvitundinni, sem drepið var á hér að framan. Samkvæmt kenningu W. Ostwalds veldur innrás ytri hriforku í skynfærin áhrifum og kenndum. Við þetta myndast í taugafrumunum taugaorka á kostnað ytri orku. „Meðvitundin er mikilvægt auðkenni á taugaorku heil- ans, líkt og sjónheimur er mikilvægt tákn mekaniskrar orku og atburðarás náttúrunnar greinilegt tákn hreyfi- orkunnar". (W. Ostwald: Vorlesungen iiber die Natur- philosophie, 1902). Á þennan hátt finnum vér þó ekki nægilega ljósa skýr- ingu á vitundinni, eins og ég hefi þegar sýnt fram á. Hinn frægi efnafræðingur W. Ostwald hefur ekki skýrt til hlítar, með hvaða hætti efnisorka breytist í sálarorku. Slíkt var heldur ekki hægt á hans tíð, meðan kjarnaeðlis- fræðin hafði enn ekki skapað forsendur slíkrar skýr- ingar. Einnig Erich Becher leit með minniskenningu sinni (1916) á ummyndun skynhrifanna í sálarorku sem meg- inþátt skynjunarstarfsins. Síðan hefur ekki verið hreyft við þessu sjónarmiði. Nær skilningi vorum á minnissporunum stendur kenn- ing þeirra F. Kruegers og A. Welleks (Ganzheitspsycho- logie und Struhturtheorie, 1955). Samkvæmt kenningu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.