Menntamál - 01.08.1961, Side 63

Menntamál - 01.08.1961, Side 63
MENNTAMÁL 141 skökk efnskipti eða eitthvaS álíka. Það er engu að síður óhagganleg staðreynd, að hún hefur haft ríka þýðingu í lífi þeirra, ef til vill fremur en nokkuð annað. Því bera allar slíkar fullyrðingar engu öðru vitni en sínu eigin haldleysi. Ég minnist orða Dostojevskis, sem eru á þessa leið: „Þó að ég vissi, að Kristur væri ekki sannleikur, myndi ég þó heldur fylgja honum en sannleikanum.“ Það sem Krist- ur gefur honum, er honum svo mikils virði, að engin dauð staðreynd getur haft áhrif þar á, jafnvel þótt hún væri sannleikur. Það er sannfæring mín, að afstaða Einars, Poul la Cour og annarra, sem hlotið hafa svipaða reynslu, sé mjög á sömu lund til hennar og afstaða Dosojevskis til Krists. Enginn skilji orð mín þannig, að ég sé að gera því skóna, að reynsla af þessum toga sé eingöngu trúarlegs eðlis. Ég legg engan dóm á það. Þótt þeir séu fáir, sem kristallað hafa þessa reynslu jafn tært og Einar Benediktsson, eru þeir án vafa margir, sem fundið hafa til aðkenningar af henni án þess nokkurn tíma að lifa hana til fulls. Margur mun vera þannig, að ekki þarf annað en tæran morgun eða frostnæturhimin og hann er orðinn einn af þeim strengjum, sem hún hrærir. Mér er næst að halda, að flestir þeir, er njóta listar í ein- hverri mynd, leiti hennar leynt og ljóst. Það skiptir engu hvar og hvernig við hljótum hana — í ljóði, náttúrunni eða því, sem við elskum. Það eitt skiptir máli, að hún sé okkar, því að hún er eitt af því, sem líf okkar þarfnast. 1 þessu sambandi er fróðlegt að athuga bók eftir rithöfund- inn og heimspekinginn Aldous Huxley, er nefnist á frum- málinu „The Doors of Perception“. Hann hafði tekizt á hendur að vera ,,tilraunadýr“ við athuganir á áhrifum örvunarlyfs, er meskalín nefnist, en það er unnið úr svo- nefndum peyotekaktus og hefur verið þekkt og notað af Indíánum í Mexíkó og Suð-vestur-Ameríku öldum saman. í bókinni skýrir Huxley frá líðan sinni og reynslu undir áhrifum þessa lyfs.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.