Menntamál - 01.04.1965, Blaðsíða 23
MENNTAMÁL
17
ar og stúlkur. Flestir töldu þetta heppilega stærð á barna-
skóla.
Hins vegar vorn framhaldsskólarnir mun fjölmennari
(3—4 þúsund nemendur), svo ekki sé minnzt á mennta- og
háskóla, en þar eru nemendur víða milli 10 og 20 þúsund.
Víðast hvar hefst barnaskólinn við 5 ára aldurinn með
forskóladeild (kindergarten). Þetta er þó ekki skyldunáms-
deild samkvæmt lögum, en er það mjög víða í reynd. Til
eru skólar með leikdeildum fyrir 3 og 4 ára bcirn (nursery
schools).
IIið eiginlega skyldunám hefst á því ári, sem barnið
verður (i ára.
Þá sezt það í 1. bekk (first grade) hins almenna barna-
skóla, en honum lýkur í (i. l>ekk (sixth grade), þegar barnið
er I 1 ára. Þá taka við 3 ára unglingaskólar, junior high
schools, síðan koma 3 ára framhaldsskólar, senior liigh
schools. Úr þeim geta svo nemendur farið í hina ýmsu
colleges og háskóla. Skyldunámi lýkur víðast hvar við l(i
ára aldurinn.
Nemendur í forskóladeild (kindergarten) eru 2i/ú dma
á dag í skólanum.
Þessar deildir eru sérstakur heimur út af fyrir sig.
Kennslustofan líkist meira leikherbergi en skólastofu, inn-
réttingar, áhöld og tæki cill miðuð við aldur og stærð barn-
anna. Hér fer fram á skemmtilegan hátt undirbúningur
ttndir það, sem koma skal. Kennslan fer að mestu fram
í leikformi, börnin læra að umgangast hvert annað, læra
án fyrirhafnar að vera með öðrum í skóla.
Lögð er sérstök áherzla á að gera þessar deildir sem bezt
tir garði, kennarar sérmenntaðir til þessa starfs, húsnæði
rúmgott og bjart, búið fjölbreyttum leik- og kennslutækj-
l|tn, enda mun uppskeran vera eins og til er sáð.
Liggur það í augum uppi, hversu miklu betur uppeldis-
°g félagslega þessi börn eru undir það búin að hefja nám í
tihnennum barnaskóla.
2