Menntamál - 01.04.1965, Blaðsíða 31
MENNTAMAL
25
Þegar kennari hefur lokið tilskildu framhaldsnámi, sem
veitir honum rétt til launahækkunar, sækir hann um það til
fræðsluráðsins. Samþykki þess verður að koma til, þar eð það
fer mcð I jármál skólans sem og önnur mál.
Þess hcr vel að gæta, að samanburður á launum einum
saman er engan veginn einhlítur. Þar kemur margt annað
til athugunar, svo sem almennur framfærslukostnaður,
tryggingar og ýmis fríðindi. Skal það ekki rætt nánar hér,
en fulJyrða rná, að ofannefnd launakjör eru mjög góð.
Sérshólar — Afbrigðilegir nemendur.
Til lróðleiks má geta þess, að í Bandaríkjunum eru um 92
jnis. barnaskólar. Við þessa skóla starfa um 900 þús. kenn-
arar og í þeim eru rúml. 35 milj. nemenda. Um 12,5% þess-
ara nemenda, eða nálega 4,4 millj. barna á aldrinum 5—13
ára, eru meira eða minna afbrigðileg (abnormal), vangefin
eða óvenjulega vel gefin, blind, heyrnarlaus, taugaveikluð
o. s. lrv.
Samkvæmt tölum, sem dr. Francis Ballantine lét okkur í
té í fyrirlestri við San Diego State College, skiptast afbrigði-
legir nemendur í almennum skólum Kaliforníu þannig eft-
ir tegundum afbrigða:
Vanþroski á ýmsum stigum........ 2,3 % nem.
Ovenjulegar námsgáfur .......... 2,0 % —
Taugaveikluð börn .............. 2,0 % —
Ýmiss konar málgallar........... 3,5 % —
Heyrnardauf börn................ 0,5 % —
Heyrnarleysi ................... 0,1 % —
Ýmiss konar sjóngallar............. 0,00% —
Blinda ............................ 0,03% —
Lömun og fötlun ................ 1.0 % —
Aðrar orsakir................... 1.0% —
Samtals 12,49% nem.