Menntamál - 01.04.1965, Blaðsíða 95
MENNTAMAL
89
ÞÓRIR HAUKUR EINARSSON:
Bréf til Aþenu.
íslandi, 16. febrúar 1965.
Guðdómlega Aþena, gyðja vizkunnar, verndari lærdóms
og iðju.
Afl spekinnar, dýrð hreinleikans og mónalísubros evu-
eðlisins sé nreð yður í svala heiðríkjunnar á Olympos.
Það er fyrir þá sök, að undirritaður er nokkrum vanda
vafinn, að ég, 1 ítilsigldur og óverðugur, leyli mér í auðmýkt
og lotningu að leita til yðar, sem létuð svo smátt að kinka
ofur lítið til mín kolli með heillandi þótta og himinbornu
h'tillæti í senn, þá er ég nýlega varð þeirrar óvæntu gæfu
aðnjótandi að mæta yður og Gunnari M. Magnúss á förn-
um vegi, en þá hygg ég raunar, að þér og hann hafið verið
á leið til pósthússins með bréfið til Kína.
En áður en lengra er haldið, tel ég fara vel á því, að ég
geri þá grein íyrir sjálfum mér, að lyrir iðukast forlag-
anna bar mig inn í raðir íslenzkra barnakennara á miðri
tuttugustu öld eftir Krist. Ég var ungur enn, er einhver
hvíslaði með lokkandi seið í eyru mér: „Sæll er sá maður,
sem öðlazt hefur speki, sá maður, sem hyggindi hlotnast.
Því að betra er að afla sér hennar en að afla sér silfurs, og
arðurinn af henni er ágætari en gull. Hún er dýrmætari
en perlur og allir dýrgripir þínir jafnast ekki á við hana.
Langir lífdagar eru í hægri hendi hennar, auður og mann-
virðingar í vinstri hendi hennar. Vegir hennar eru yndis-
legir vegir og allar götur hennar velgengni. Hún er lífstré
þeim, sem grípa hana, og sæll er hver sá, er heldur fast í
hana.“