Menntamál - 01.04.1965, Blaðsíða 28
22
MENNTAMÁL
ast um það verkefni, sem hvcr og einn nemandi var að leysa.
Próf eru yfirleitt stöðluð og vitnisburður gefinn í bók-
stöfum eða með orðum.
Yfirleitt kröfðust skólarnir þess, að foreldrar fylgdust
með frammistöðu barna sinna.
Það virðist vera viðtekin regla í barnaskólum, að kenn-
ararnir kenni börnunum aðeins einn vetur, þ. e. þeir eru
sérhæfðir á einu aldursstigi.
Slíka sérhæfingu á barnaskólastigi tel ég nijög vafasama.
Þetta er rökstutt m. a. með því, að starf kennarans nýtist
betur, ef hann kenni ávallt satna aldursstigi. Vera má það.
En hér kemur fleira til, sem þyngra er á metunum.
Skyldi það ekki orka tvímælis að slíta samstarf kennara
og nemenda í sundur um það bil, sem það er að veiða full-
mótað? Er það ekki eðlilegt, að börn, sem elska og virða
kennara sinn, langi til að vera hjá honum lengur?
Hér má ckki einblína um of á hæfni kennarans sem slíks.
Fátt er börnum nauðsynlegra en öryggi. Barninu líður vel
hjá kennara, sem það dáir. Þess vegna er það fráleit aðal-
regla að láta börn aldei vera nema eitt ár í senn hjá sama
kennaranum. Þar hljóta aðstæður að ráða hverju sinni.
Ég ræddi Jretta við marga skólamenn og nemendur. Að-
spurðir viðurkenndu ýmsir skólastjórar, að börnin kærnu
oft á haustin og spyrðu, hvort þau mættu ekki fá sama kenn-
arann aftur. „Og hverju svarið þið þá?“ spurði ég.
„Við eyðum Jiví bara,“ var svarið. Væri ekki skynsamleg-
ast að fara hér hinn gullna meðalveg eins og oft endranær?
Sumum kennurum lætur betur að kenna yngri börnum, en
öðrum jieim eldri, enn aðrir eru jafnvígir á hvort tveggja.
Væri Jiað ekki nægileg sérhæfing barnakennara, að jreir
annaðhvort kenndu börnum á aldrinum 7—9 ára eða 10—12
ára? Þannig kenndu þeir sömu nemendunum að öðru
jöfnu í a. m. k. 3 ár.
Frávik frá þessu koma auðvitað til greina, en það er
matsatriði hverju sinni.