Menntamál - 01.04.1965, Blaðsíða 66
60
MENNTAMAL
sælu sjónvarpsefni hjá þjóðum eins og Bretum og Banda-
rfkjamönnum kemur í ljós, að sá mikli meirihluti íólks,
sem þar kemur við siigu, eru hinar menningarsnauðustu
heildir samfélagsins. Fræðandi efni, menningarlegt efni,
bókmenntir, drama, fagrar listir er eitur í þess beinurn,
en framhaldsreyfarar, gamanþættir, knattspyrna og dans-
sýningar skipa öndvegi.
Ef hiifuðrökin fyrir íslenzku sjónvarpi eiga að vera þau,
að alþýðu skorti léttmeti og því verði að beita öflugasta
fjölmiðlunartæki mannkynssfjgunnar til að bæta úr þeim
vanda, }rá er hætt við, að íslenzkt sjónvarp verði eitt alls
herjar „ævintýri á gönguför“; dúsa fyrir lýð, sem leitar
stundargamans.
Með tilkomu sjónvarps á íslandi verður ekki hjá því
komizt að staldra við og leita svars við áleitinni spurn-
ingu: Hvernig getur íslenzk þjóð bezt hagnýtt nútíma
tækni í því sjálfsagða augnamiði að búa æsku landsins og
komandi kynslóðum aukin og bætt skilyrði til þroska og
sannra lífsgæða í landi feðra sinna?
íslcnzk þjóð hefur oft þurft að svara þessari spurningu.
Henni var svarað í verki við stofnun Eimskipafélags Is-
lands, svo dæmi sé nefnt, til að tryggja samgöngur við
umheiminn. Sjónvarp er samgöngutæki í (iðrum skilningi,
þar sem fjarlægðir eru máðar út og lágu hreysi er breytt í
höll. Sjónvarp er töfraspegill hins einangraða og afskekkta,
þar sem hann getur séð vítt um álfur og tekið þátt í ævin-
týri alheimsins eins og við, dauðlegir menn, sjáum hann.
En hefur samvizka íslendingsins verið vakin til meðvit-
undar um þá möguleika, sem tæki þetta hefur til að bæta
líf niðja hans? Hefur honum verið bent á, að eins og al-
mannatryggingar eru samhjálp þjóðarinnar vegna velferð-
ar manna í líkamlegum skilningi, þá má segja eitthvað svip-
að um fræðslulöggjöf og menntamál í hinum andlegu efn-
um. Hvort tveggja er greitt af almannafé, orðalaust, eins
og hver önnur viðurkennd staðreynd og sjálfsögð skylda.