Menntamál - 01.12.1967, Side 8
196
MENNTAMAL
Ei saman er lalið annars vegar, hvernig nemendahópurinn
skiptist á bekki og námshópa hins vegar, þar sem vikið er frá
fastri bekkjarskipan, verða bóklegir bekkir 23, verklegir fjórir,
alls 27 bekkjardeildir. í Æfingaskólanum eru 7 bekkjardeildir
barna. Eru því fastar deildir Kennaraskólans og Æfirigaskólans
34.
Af ýmsum ástæðum, fyrst og fremst kennslufræðilegum, hefur
verið horfið að nokkru frá fastri bekkjarskipan í Kennaraskól-
anum og nemendum skipað saman í fántenna eða fjölmenna
námshópa. Er þá kennt annars vegar með fyrirlestrum tveimur
til fjórum bekkjum x senn eða bekkjum er skipt niður í 12—1()
tnanna hópa í sömu greininni og beitt er fyrirlestrarkennslu.
Á þessari reglu eru þó nokkrar undantekningar.
Fámennisflokkar, sem \rið köllum gengi, eru 18 í íslenzku og
12 í uppeldisfræði, alls 30.
Bóklegar kjörgreinir í 3. bekk eru 6, alls 7 flokkar, en músísk-
ar kjörgreinir eru þrjár, alls 4 flokkar.
í 2. bekk undirbúningsdeildar eru einnig 6 bóklegar kjör-
greinir, alls 6 námsflokkar.
í Kennaraskólanum sjálfum eru því 27 fastar bekkjardeildir,
16 fyrirlestraflokkar, 30 gengi, 13 bókl. kjörflokkar, 4 músískir
kjörflokkar. Samtals 90 námsmannahópar.
Ótaldir eru þá flokkar í tilskilinni handavinnu og leikfimi,
svo að námsmannahópar Kennaraskólans eins losa hundraðið.
Af fjölgun kennaraefna leiðir, að enn verður að auka við
æfingakennurum eða leita nýrra ráða við að sjá kennaranemun-
um fyrir lágmarkskynnum í sjón og í verki af kennslu og öðru
daglegu starfi í skyldunámsskólum. Sem fyrr verður fyrst og
fremst leitað til skólanna í Reykjavík og nágrenni hennar, en
allar horfur eru á því, að nemendur stundi einnig að einhverju
leyti ælingakennslu á þessum vetri í öðrum landsfjórðungum.
A. m. k. 63 aukaæfingakennarar munu annast æfingakennslu
vetrarlangt.