Menntamál - 01.12.1967, Qupperneq 14
202
MENNTAMAL
I>að verður hlutverk skólans næstu árin að tryggja og treysta
fast starfslið. I>ó að kennurum lækkaði nokkuð í heild með
eðlilegri fjölgun fastra kennara, verður fjöldi þeirra enn svo
ntikill og verkefni svo margþætt, að ekki verður með neinu
lagi komizt hjá því að skipa námsgreinum í deildir og fela
ákveðnum kennara umsjón.með hverri deild. Hlutverk slíks
deildarkennara er að santhæfa námsefni hinna skyldu kennslu-
greina, sjá um eðlilega efnisskipan og rökrétta ri>ð efnisatriða
á töflu og í námsskrá, koma í veg fyrir óeðlilega skörun náms-
efnis og hafa umsjón með tækjum og sérfræðilegum ritum í
eigu skólans. Síðast, en ekki sízt verður það hlutverk hans að
greiða fyrir því, að nýjungar í greinunum eigi eðlilega og frjálsa
Ieið inn á námsskrá skólans. Því telur Kennaraskólinn, að ekki
verði hjá því komizt að skipta verkum og ábyrgð með kennurum
skólans í framtíðinni með hliðsjón af hinum breyttu aðstæðum.
Svo sem mörgum hér mun kunnugt, er Kennaraskólinn að
komast í röð fjölmennustu kennaraskóla á Norðurlöndum.
Þegar svo er komið, er einsætt, að við getum ekki, fremur en
aðrir, ætlazt til, að verkin vinni sig sjálf, og á skólinn enga und-
ankomu frá því lengur að ráða sérstakan œfingastjóra, sem um-
sjón hefur með æfingakennslunni.
I öllum góðum skólum á öllum stöðurn og tímum hafa nem-
endur notið meiri og minni persónulegrar handleiðslu. Það er
reynsla mín, að um það hil fjórði hver af yngstu nemendum
skóla á borð við Kennaraskólann þarfnist nokkurrar persónu-
legrar umönnunar og liðsinnis.
I fámennum skóla kemst skólastjóri e. t. v. yfir þetta starf,
ef hann er ekki hlaðinn öðrum skyldum. Þetta gat gengið án
sérstaks starfsliðs, þegar allir nemendur skóla voru e. t. v. hálfu
færri en nýliðarnir einir sarnan í Kennaraskólanum eru nú, og
ingum í ísl. í fyrsta bekk, en í 4 bekk skipta þeir bekkjum með scr
Árni og Helgi Háldanarson. Árni sinnir einkum „raunhæfum verk-
efnum,“ Indriði bókmenntalegum viðfangsefnum, en Helgi nútíma-
bókmenntum.