Menntamál - 01.12.1967, Síða 16
204
MENNTAMÁL
T ímamót.
l>ví hraðari sem i’ramvinda er því hæpnara verður og sjálft
tímamótahugtakið. — Þau verk mannanna, sem máli skipta í
sókn þeirra fram á leið, eiga sér jafnan nokkurn, flest langnn
aðdraganda.
Þegar ég leyli mér að telja uþphaf þessa skólaárs Kennara-
skólans marka tímamót í siigu hans, þá á ég við tiltekna dag-
setningu, sem segja má, að fest væri með löggjöf á Alþingi árið
1963. Löggjöfin hafði verið undirbúin af nefndum um tveggja
ára skeið, og kennarastéttin hafði bari/l um langt árabil fyrir
réttindum kennara til að stunda æðsta framhaldsnám. Ln dag-
setningin, sem ég á við, er föstudagurinn 22. sept. s. 1., en þá tók
menntadeild Kennaraskólans til starfa og fyrstu stúdentaefni
hófu þar nám.
En fleira ber til. Hinn 29. ágúst s. 1. var hafizt handa um
smíði Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraskólans á lóð hans við
liorn Bólstaðarhlíðar og Háteigsvegar.
Smíði þessa skóla markar í senn upphaf og endi þeirrar bar-
áttu, sem hafin var af séra Magnúsi Helgasyni haustið 1908, en
þá komst hann svo að orði við fyrsiu setningu Kennaraskólans:
„Það, sem áfátt er stendur til bóta og treysti ég því, að bót-
anna þurfi ekki lengi að bíða, því að það væri fásinna og eng-
in ráðdeild, að stofna dýran kennaraskóla, en hamla svo notum
hans með því að láta hann vanta það, sem hverjum kennara-
skóla er nauðsynlegt, t. d. æfingaskóla og leikfimihús.“
Hinn 10. okt. 1908 skrifaði séra Magnús ráðuneytinu fyrsta
bréíið um þörfina á æfingaskólanum.
Freysteinn Gunnarsson lók við af séra Magnúsi og þokaði
málinu áleiðis, en þegar á árinu 1944, hinn 23. desember, skip-
aði þáverandi menntamálaráðherra, Brynjólfur Bjarnason,
þriggja manna nefnd ráðuneytinu til tiðstoðar við undirbúning
skólabyggingarinnar. í nefndinni voru Freysteinn Gunnarsson
skólastjóri, Helgi Elíasson fræðslumálastjóri og Sigurður Thor-
lacius skólastjóri, en hann hafði verið einn lielzti hvatamaður