Menntamál - 01.12.1967, Blaðsíða 17
MENNTAMAL
205
að stofnun tilraunaskóla „sem hafi það Jilutverk að rannsaka
kennslu og uppeldisaðferðir í landinu“.
Næstu missirin voru framkvæmdir undirbúnar í góðri sam-
vinnu nefndarinnar, ríkisstjórnar og fjárveitingavalds og þáver-
andi borgarstjóra í Reykjavík Bjarna Benediktssonar.
Að sinni hef ég ekki íleiri orð um sögu þessa máls. Það fer
ekki hjá því, að hún verði einhvern tíma skráð í heild. Kenn-
arasamtök landsins hafa lagt því lið í áratugi. Það hafa einnig
gert þrír skólastjórar Kennaraskólans, þrír borgarstjórar og
þrír menntamálaráðherrar.
Ég veit ekki, livort oft hafa jafnmargir kappar barizt jafn-
lengi fyrir einu máli í íslenzkri skólasögu, en nú rnega allir
fagna sigri lífs og liðnir, og það ætla ég að fullyrða megi, að
hlutur og staða Æfingaskólans verði nœmasti mœlikvarðinn á
almenna stöðu islenzkra skólamála.
Að sinni verður fáum þakkað, en það féll í hlut Geirs Hall-
grímssonar að ráða gerðum Reykjavíkur í sambandi við ýmsar
endanlegar ákvarðanir borgarinnar varðandi aðstöðu Æfinga-
skólans. Flyt ég honum hér þakkir Kennaraskólans lyrir dreng-
skap hans í Jæssu máli.
Öllum Jjeim ótrúlega fjölda manna, sem hér eru livergi nefnd-
ir, en unnið liafa málefni Jjessu gagn, flyt ég alúðarþakkir, en
Jjeir Guðmundur í. Guðjónsson yfirkennari, Helgi Elíasson
fræðslumálastjóri og Jónas B. Jónsson fræðslustjóri hafa verið
með í ráðum um gerð hins nýja húss Æfingaskólans. En Jjeim
verður ekki þakkað að verðleikum fyrr en byggingarsaga húss-
ins verður rakin, Jjegar Jjar að kemur.
Kennaraskólinn hefur eftir föngum búizt við Jjví hlutverki,
sem lians bíður í samvinnu við Æfingaskólann, og eru ekki tök
á að gera grein fyrir því hér, en um leið og ég fagna því, að Jjessi
skóli er nú að rísa af grunni, minni ég ]jó á Jjað, að allir skyldu-
námsskólar landsins munu um langan aldur verða hugsanlegir
eða raunverulegir aðilar að æfingakennslunni og kennaramennt-
uninni, svo sem Jjeir hafa verið undanfarin ár, enda Jjótt í
minna umtaki verði, og Kennaraskólinn mun Jjurfa að njóta