Menntamál


Menntamál - 01.12.1967, Page 19

Menntamál - 01.12.1967, Page 19
MENNTAMÁL 207 i>;ið var eigi aðeins, að það félli í hlut ráðherrans að vera í embæui, þegar söguleg þróun gerðist og áfangaskil urðu á ferli Kennaraskólans, heldur hafði hann forgöngu um þá þróun og þau þáttaskil. Hann ákvað að láta endurskoða löggjöfina um Kennaraskólann og skipaði laganefndirnar báðar, sem fyrr voru nefndar, íylgdi málinu eftir og skilaði skólanum þeirri löggjöf, sem markað hefur þróun hans síðan, því að þáttaskil þau, sem hér eru rakin, eru aðeins liður í framkvæmd löggjafarinnar. Og leyfi ég mér að nefna eitt atriði enn: Ákvæði laganna um stofn- un framhaldsdeildar og fjárveitingu til hennar á þessu ári. Kenni ég fremur um seinlæti skólastjórnar við undirhúning þessa máls en tómlæti kennarastéttarinnar að svo fáir sóttu um hana, að ekki þótti fært að hefja kennslu í henni fyrr en á næsta hausti. Svo mikið fagnaðarefni sem Kennaraskólanum má vera stofn- un menntadeildarinnar, tel ég að framtíð skólans eigi ekki minni vonir í framhaldsdeildinni. Með löggjöfinni 1963 var hlutur Æfingaskólans ákvarðaður. Með þeim framkvæmdum, sem nú eru hafnar við smíði húss- ins, hefur hann verið afhentur framtíðinni og þróuninni. Þakka ég ráðherranum fyrir að hafa haft forgöngu um löggjöf, skipað svo ráðum og tryggi fjárveitingar, að liinni 59 ára gömlu bar- áttu er lokið. Þegar ég settist að morgunkaffinu í gær, renndi ég auguni yfir forsíður blaðanna, og gat þar að líta á hverri íorsíðu l'réttir í þessum anda: Hitinn á Venusi er 40—280 gráður og lítil von um líf á jarðar- vísu. Eldflaugin lenti rnjúkri lendingu. Venus er nú í 80 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu. Ég get vel unað því, að ekki frýs í Rrunnmelslindinni á Venus í vetur, en öllum þeim, sem aldir eru upp við Brunnmelslind- ina mun reynast næsta örðugt að búast við vetri nreð þeirri kynslóð, sem mælir hitastig fjarlægra himinhnatta af margfaldri nákvæmni á við þá sem fyrr var beitt í lindinni við fætur manns.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.