Menntamál - 01.12.1967, Blaðsíða 31
MENNTAMÁL
219
Aldrei hefur ungum manni verið meiri vandi á hönd-
um um náms- og síðar starl'sval sitt en nú.
Áður var ekki um margar námsbrautir að ræða, sem
taka þurfti endanlega ákvörðun um þegar á barnsaldri. Og
þegar að starfsvalinu kom, voru menn oftast komnir til
nokkurs vits og þroska.
Áður gátu menn valið mörg ólík störf í einu lífsstarfi,
sbr. vísu Steplians G. „Löngum var ég læknir minn“, o. s.
frv. Líklegt var, að menn hefðu svo mikinn áhuga og hæfi-
leika til einhvers af þessum ólíku störfum, að hægt yrði að
sætta sig við þau öll.
Með síaukinni sérgreiningu atvinnuveganna, vaxandi
einhæfni í starfi og sérhæfni í vinnubrögðum og síauknum
kröfum til undirbúningsnáms, vex vandi valsins. Skotfærið
lengist en skotmarkið minnkar.
Þegar svo er komið, hefur reynslan sýnt, að það er þekk-
ingin, sem nú verður að mestu liði. Annars vegar þekking
á vinnu þeirri, sem óskað er eftir, eðli hennar og kröfum,
kostum og ókostum.
Hins vegar er það þekking á eigin hæfileikum, gáfum,
áhugamálum og dugnaði.
Margendurtekin reynsla hefur sýnt, að samsvörun þarf
að vera milli mannsins og vinnunnar. Kröfur þær, sem
starfið gerir, þurfa að vera í sem mestu samræmi við hæfi-
leika þess og áhuga, sem starfið vinnur, eigi hann að finna
til þeirrar ánægju í starfinu, sem nauðsynleg er, svo hann
fái notið sín.
Mikilvægustu ákvarðanir í lífinu fyrir einstaklinginn
eru val menntunar, lífsstarfs og maka. Að vel takist með
þessar ákvarðanir skiptir einnig þjóðfélagið ákallega miklu
máli.
Hamingja þegnanna er hamingja þess, og heilbrigð þró-
un og hagvöxtur byggist á því, öðru fremur, að sem flest-
ir þegnanna fái notið sín, og til allra starfa veljist sem hæf-
astir menn, áhugasamir og starfsfúsir.