Menntamál - 01.12.1967, Side 34
222
MENNTAMÁL
blær vinsæls kennara getur orðið örlagavaldur hins unga
fólks.
Fræðslumálastjórnin gerði sér þessi vandkvæði ljós þeg-
ar frá upphafi. Árið 1963 stofnar hún tii hins fyrsta nám-
skeiðs, sem haldið hefur verið fyrir íslenzka félags- og
s tar fs fræði kennara.
Fengnir voru tii erindaflutnings og leiðbeininga erlend-
ir kennarar, aðallega, og var námskeiðið í umsjá Stefáns
Ólafs. Tveimur árum síðar, 1965, er enn stofnað til sams
konar námskeiðs, nú undir stjórn hins nýskipaða náms-
stjóra. Hafði hann annast um undirbúning námskeiðsins í
nánu samstarfi við fræðslumálastjóra og skólastjóra kenn-
araskólans. Kennarar og fyrirlesarar voru nú íslenzkir flest-
ir, enda mátti nú glöggt finna, að fræðslan miðaðist meira
við íslenzkar aðstæður en á hinu fyrra, og fyrsta, námskeiði,
svo sem vera bar.
Sjálfsagt tel ég, að námskeiðum þessum verði haldið
áfram öðru Iivoru, svo vanbúnir sem íslenzkir kennarar
eru til að taka að sér þessa vandasömu kennslu og jafn-
framt til að fylgjast með nýjungum á þessu sviði og ís-
lenzkri reynslu, sem jafnan er ólýgnust um íslenzk málefni,
hvort sem um skólamál er að ræða eða annað.
Vegna sérstöðu þessarar nýju námsgreinar var það brýn
nauðsyn, að nemendur og kennarar ættu aðgang að leið-
beiningum til afnota við kennsluna. Fræði þessi voru lrá-
brugðin flestu því, sem kennarar og nemendur höfðu áð-
ur numið. Félagsfræði og félagsfræðikennarar eru hér ekki
undanskildir, en þeim var ætlað að taka kennslu þessa að
sér. Félagsfræði er að vísu nauðsynlegur og sjálfsagður
grundvöllur undir alla starfsfræði, en þó aðeins sá þáttur
hennar, sem snýr út á við, að umhverfinu. Hinn þátturinn,
viðhorfið til hinna mörgu ólíku nemenda, getu þeirra og
takmarkana, áhuga og dugnaðar, svo nokkuð sé nefnt, sem
örlögum ræður í nárni og starfi, skiptir þá persónulega,
hvern og einn, enn meira máli.