Menntamál


Menntamál - 01.12.1967, Page 34

Menntamál - 01.12.1967, Page 34
222 MENNTAMÁL blær vinsæls kennara getur orðið örlagavaldur hins unga fólks. Fræðslumálastjórnin gerði sér þessi vandkvæði ljós þeg- ar frá upphafi. Árið 1963 stofnar hún tii hins fyrsta nám- skeiðs, sem haldið hefur verið fyrir íslenzka félags- og s tar fs fræði kennara. Fengnir voru tii erindaflutnings og leiðbeininga erlend- ir kennarar, aðallega, og var námskeiðið í umsjá Stefáns Ólafs. Tveimur árum síðar, 1965, er enn stofnað til sams konar námskeiðs, nú undir stjórn hins nýskipaða náms- stjóra. Hafði hann annast um undirbúning námskeiðsins í nánu samstarfi við fræðslumálastjóra og skólastjóra kenn- araskólans. Kennarar og fyrirlesarar voru nú íslenzkir flest- ir, enda mátti nú glöggt finna, að fræðslan miðaðist meira við íslenzkar aðstæður en á hinu fyrra, og fyrsta, námskeiði, svo sem vera bar. Sjálfsagt tel ég, að námskeiðum þessum verði haldið áfram öðru Iivoru, svo vanbúnir sem íslenzkir kennarar eru til að taka að sér þessa vandasömu kennslu og jafn- framt til að fylgjast með nýjungum á þessu sviði og ís- lenzkri reynslu, sem jafnan er ólýgnust um íslenzk málefni, hvort sem um skólamál er að ræða eða annað. Vegna sérstöðu þessarar nýju námsgreinar var það brýn nauðsyn, að nemendur og kennarar ættu aðgang að leið- beiningum til afnota við kennsluna. Fræði þessi voru lrá- brugðin flestu því, sem kennarar og nemendur höfðu áð- ur numið. Félagsfræði og félagsfræðikennarar eru hér ekki undanskildir, en þeim var ætlað að taka kennslu þessa að sér. Félagsfræði er að vísu nauðsynlegur og sjálfsagður grundvöllur undir alla starfsfræði, en þó aðeins sá þáttur hennar, sem snýr út á við, að umhverfinu. Hinn þátturinn, viðhorfið til hinna mörgu ólíku nemenda, getu þeirra og takmarkana, áhuga og dugnaðar, svo nokkuð sé nefnt, sem örlögum ræður í nárni og starfi, skiptir þá persónulega, hvern og einn, enn meira máli.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.