Menntamál - 01.12.1967, Blaðsíða 37
MENNTAMÁL
225
Annað er það> sem erfiðleikum velchir, að mér vii'ðist, við
kennslu í þessum tveim greinum, félagsfræðinni og starfs-
fræðinni, og raunar fleirum.
Það er sívaxandi orðafæð nemenda. Unglingarnir virð-
ast í vaxandi mæli eiga í erfiðleikum með að komast að efni
því, er þeir lesa, þótt sleppt sé skilningi á óhlutlægum orð-
um.
Ef þessu heldur svo áfram sem hingað til, er ekki annað
sýnna en orðaskýringar þurfi að fylgja með kennslubókum
fyrir gagnfræðastigið.
Það er ekki nóg að kunna að skrifa orðin rétt, ef ekki er
vitað hvað þau þýða eða merkja. Það er vafalaust mikilsverð
þekking að kunna mun á rithætti orðsins ?ryt, t. d. úr kúm,
og nit í hári, en gagnlegri þekking virðist það þó vera að
kunna skil á þessu tvennu.
Ein gagnlegasta grein barnaskólanna, önnur en lestur,
skrift og reikningur, er átthagafræðin. Ég tel að hana eigi
að kenna út allt barnaskólastigið og landafræðina og nátt-
úrufræðina sem þætti hennar.
Auk þess að gera unglingana læsa á íslenzkar bókmenntir,
mætti gera ráð fyrir, að vel útfærð átthagafræðikennsla gæti
undirbúið þann orðaforða, er dygði til að geta tileinkað sér
efnið í lærdómsbókum gagnfræðastigsins. Mætti jafnvel bú-
ast við, að greindir 15—16 ára unglingar vissu mun á við-
komu dýra og viðkomu á bæ, hvað orðið frjósemi jjýddi eða
muninn á strendum hlut og sívölum, svo nefnd séu þrjú
síðustu gefnu tilefnin til þessa útúrdúrs.
Svo horfið sé aftur að bók þeirra íélaga, verður ekki ann-
að sagt en að hún sé velheppnað byrjendaverk. Þeim hefur
tekizt að samhæfa erlenda reynslu íslenzkum staðháttum, og
ekki verður það talin sök bókarinnar, að henni er ætlaður
of skammur tími á stundaskrá skólanna. Þær smávægilegu
villur, sem slæðst hafa inn í bókina, er auðvelt að lagfæra í
næstu útgáfu, svo augljósar sem þær eru, enda skiptir eng-
in þeirra neinu meginmáli.