Menntamál - 01.12.1967, Síða 38
226
MENNTAMÁL
Skýringarmyndir þyrftu að vera fleiri, ekki þó of marg-
brotnar. Jafnframt þyrftu skólarnir að eignast þessar skýr-
ingarmyndir, og máski fleiri, til veggkennslu. Annað hvort
mættu myndir þessar vera á veggspjöldum eða glærfilmum
fyrir veggsjár (overhead-projektors), sem víða eru til í skól-
um.
Slíkar myndir létta mjög undir kennslu, ekki sízt þegar
skýra Jrarf fyrir nemendum óhlutkenndar staðreyndir, sem
hvorki verða mældar né vegnar, og aðeins er hægt að takast
á við með huganum einum. Auk Jressa auðvelda öll vegg-
spjöld og töfluteikningar að halda athygli nemendanna vak-
andi, sem oft er mesti vandinn í fjölmennum bekk.
í upphafi þessa máls var Irent á vaxandi nauðsyn þess að
taka upp starfsfræðikennslu í skólum. Jafnframt voru orð
látin að Jrví liggja, hversu vandasöm þessi kennsla væri og
kennarar lítt undir Jrað búnir að taka hana að sér.
Það voru Jrví alger frumskilyrði, svo hægt yrði að taka
kennslu Jressa upp, að til væri viðhlítandi kennslubók og
kennurum gæfist kostur á að kynna sér Jressa kennslu.
Ekki fæ ég annað séð en bók þeirra Kristins Björnssonar
og Stefáns Ólafs Jónssonar uppfylli fyrra skilyrðið. Með
námskeiðum þeim, sem haldin hafa verið fyrir væntanlega
starfsfræðikennara, var að vísu bætt úr brýnustu nauðsyn,
en þau sýndu jafnframt, að knýjandi er að halda námskeið-
um þessum áfram, a. m. k. á meðan skólalærðir kennarar í
þessum fræðum koma ekki í gagnið. Og meðan öll Jæssi
fræði eru á algeru byrjunarstigi í íslenzkum skólum, tel ég
óhjákvæmilegt að námsstjóri fylgist með starfsfræðikennsl-
unni og hafi þar hönd í bagga, ef með þarf, ef kennslan á
að koma að tilætluðum notum.